Nýsköpunarmót opinberra aðila og fyrirtækja Hildur Sif Arnardóttir skrifar 2. maí 2020 08:00 Aukin áhersla og áhugi er á nýsköpun innan opinbera geirans. Til þess að auka verðmætasköpun í samfélaginu og fara af krafti inn í fjórðu iðnbyltinguna þarf að ýta undir og styrkja nýsköpun af hendi hins opinbera. Ávinningur af samtali milli opinberra aðila og frumkvöðlafyrirtækja við þróun á lausnum getur verið gríðarlegur, bæði fyrir frumkvöðulinn og ekki síst fyrir samfélagið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir svokölluðu Nýsköpunarmóti opinberra aðila og fyrirtækja á síðasta ári. Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali milli opinberra stofnana og fyrirtækja. Hvernig virkar Nýsköpunarmót? Rúmlega hundrað manns mættu á Nýsköpunarmótið þar sem samtals 230 örfundir fóru fram. Hver fundur nýsköpunarfyrirtækis og opinberrar stofnunar stóð yfir í 15 mínútur. Alls 26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun og Lögreglan. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað pörunarform (e. match making) var notað til að koma fundunum á, en þá skrá þátttakendur prófíl sinn eða lýsingu á vefsvæði og bóka í kjölfarið fundi með aðilum sem vekja áhuga. Einstaklega góð stemming var á mótinu að mati allra sem að því komu. Nýtt á þessu ári Í framhaldi af Nýsköpunarmótinu hefur verkefnum verið fylgt skipulega eftir og meðal annars kannað hvort frekara samtal hafi átt sér stað milli aðila. Ríkiskaup sér um að leiðbeina opinberum aðilum varðandi samninga og viðmiðunarupphæðir. Vonast er til þess að sem flest árangursrík verkefni verði til í kjölfar funda á mótinu enda mun það styrkja bæði nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Nýsköpunarmót verður haldið að nýju á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin áhersla og áhugi er á nýsköpun innan opinbera geirans. Til þess að auka verðmætasköpun í samfélaginu og fara af krafti inn í fjórðu iðnbyltinguna þarf að ýta undir og styrkja nýsköpun af hendi hins opinbera. Ávinningur af samtali milli opinberra aðila og frumkvöðlafyrirtækja við þróun á lausnum getur verið gríðarlegur, bæði fyrir frumkvöðulinn og ekki síst fyrir samfélagið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir svokölluðu Nýsköpunarmóti opinberra aðila og fyrirtækja á síðasta ári. Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali milli opinberra stofnana og fyrirtækja. Hvernig virkar Nýsköpunarmót? Rúmlega hundrað manns mættu á Nýsköpunarmótið þar sem samtals 230 örfundir fóru fram. Hver fundur nýsköpunarfyrirtækis og opinberrar stofnunar stóð yfir í 15 mínútur. Alls 26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun og Lögreglan. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað pörunarform (e. match making) var notað til að koma fundunum á, en þá skrá þátttakendur prófíl sinn eða lýsingu á vefsvæði og bóka í kjölfarið fundi með aðilum sem vekja áhuga. Einstaklega góð stemming var á mótinu að mati allra sem að því komu. Nýtt á þessu ári Í framhaldi af Nýsköpunarmótinu hefur verkefnum verið fylgt skipulega eftir og meðal annars kannað hvort frekara samtal hafi átt sér stað milli aðila. Ríkiskaup sér um að leiðbeina opinberum aðilum varðandi samninga og viðmiðunarupphæðir. Vonast er til þess að sem flest árangursrík verkefni verði til í kjölfar funda á mótinu enda mun það styrkja bæði nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Nýsköpunarmót verður haldið að nýju á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun