Helmingur vinnandi fólks í hættu á að missa lífsviðurværi sitt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 23:51 Veitingahúsaeigandi á Ítalíu með lykilinn að veitingastaðnum sínum sem hefur verið lokaður í um tvo mánuði. Hann er einn fjölmargra ítalskra veitingamanna sem hafa verið alveg tekjulausir vegna faraldursins en nú vilja þeir fara að opna og mótmæla ákvörðun yfirvalda sem vilja að staðirnir verði áfram lokaðir. Getty/Carlo Bressan Alþjóðavinnumálastofnun telur að helmingur alls vinnandi fólks í heiminum eigi á hættu að missa vinnu sína, að hluta eða öllu leyti, vegna kórónuveirufaraldursins. Alls eru þetta um 1,6 milljarður manna af þeim þremur milljörðum sem stofnunin telur að séu á vinnumarkaði í heiminum öllum en um er að ræða fólk sem starfar í svokölluðu óformlegu hagkerfi; eru verktakar, ráðinn til skamms tíma eða eru yfir höfuð ekki með ráðningarsamning. Alþjóðavinnumálastofnun telur að um tveir milljarðar vinnandi fólks starfi í hinu óformlega hagkerfi og að mikill meirihluti þeirra eigi á hættu að missa vinnuna vegna faraldursins. Stofnunin segir að þessi hætta sé vegna þess að landamæri hafi lokast og samkomubönnum komið á og/eða vegna þess að fólkið vinni í þeim geirum sem faraldurinn hefur haft hvað verst áhrif á. Hafa misst um 60 prósent af tekjum sínum Talið er að á fyrsta mánuði faraldursins hafi starfsmenn í óformlega hagkerfinu misst um 60 prósent af tekjum sínum. Alþjóðavinnumálastofnunin telur að þessi hópur sé sérstaklega viðkvæmur og sé í mikilli hættu á að lenda í fátækt, hann hafi lítinn rétt á vinnumarkaði og búi almennt við lítið starfsöryggi. Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að hætt sé við því að meira en 400 milljón fyrirtæki á heimsvísu muni berjast í bökkum vegna faraldursins. Aðallega sé um að ræða fyrirtæki sem sinni verslun og þjónustu hvers konar, til dæmis búðir, hótel og gistiheimili og veitingastaði, en þessir geirar hafa orðið illa úti í faraldrinum, til dæmis á Íslandi. Alþjóðavinnumálastofnunin kallar eftir því að stjórnvöld styðji betur við vinnandi fólk og fyrirtæki, ekki hvað síst lítil fyrirtæki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Alþjóðavinnumálastofnun telur að helmingur alls vinnandi fólks í heiminum eigi á hættu að missa vinnu sína, að hluta eða öllu leyti, vegna kórónuveirufaraldursins. Alls eru þetta um 1,6 milljarður manna af þeim þremur milljörðum sem stofnunin telur að séu á vinnumarkaði í heiminum öllum en um er að ræða fólk sem starfar í svokölluðu óformlegu hagkerfi; eru verktakar, ráðinn til skamms tíma eða eru yfir höfuð ekki með ráðningarsamning. Alþjóðavinnumálastofnun telur að um tveir milljarðar vinnandi fólks starfi í hinu óformlega hagkerfi og að mikill meirihluti þeirra eigi á hættu að missa vinnuna vegna faraldursins. Stofnunin segir að þessi hætta sé vegna þess að landamæri hafi lokast og samkomubönnum komið á og/eða vegna þess að fólkið vinni í þeim geirum sem faraldurinn hefur haft hvað verst áhrif á. Hafa misst um 60 prósent af tekjum sínum Talið er að á fyrsta mánuði faraldursins hafi starfsmenn í óformlega hagkerfinu misst um 60 prósent af tekjum sínum. Alþjóðavinnumálastofnunin telur að þessi hópur sé sérstaklega viðkvæmur og sé í mikilli hættu á að lenda í fátækt, hann hafi lítinn rétt á vinnumarkaði og búi almennt við lítið starfsöryggi. Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að hætt sé við því að meira en 400 milljón fyrirtæki á heimsvísu muni berjast í bökkum vegna faraldursins. Aðallega sé um að ræða fyrirtæki sem sinni verslun og þjónustu hvers konar, til dæmis búðir, hótel og gistiheimili og veitingastaði, en þessir geirar hafa orðið illa úti í faraldrinum, til dæmis á Íslandi. Alþjóðavinnumálastofnunin kallar eftir því að stjórnvöld styðji betur við vinnandi fólk og fyrirtæki, ekki hvað síst lítil fyrirtæki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira