Lán í óláni að dóttirin veiktist í verndarsóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2020 20:00 Heiðar Þór Jónsson hefur verið í verndarsóttkví ásamt fjölskyldu sinni frá 11. mars þar sem önnur dóttir hans er langveik og í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira