Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 14:05 Johnson er kominn aftur til starfa en hann lá um tíma inni á gjörgæsludeild sjúkrahúss í London með Covid-19. Vísir/EPA Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59
Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37
Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46