Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 14:05 Johnson er kominn aftur til starfa en hann lá um tíma inni á gjörgæsludeild sjúkrahúss í London með Covid-19. Vísir/EPA Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59
Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37
Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46