Hvað yrði gert ef fiskurinn hætti að láta sjá sig á Íslandsmiðum? Þórir Garðarsson skrifar 27. apríl 2020 11:58 Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun