Kórónuveiran hefur áhrif á fæðuöryggi Íslands Valgerður Árnadóttir skrifar 24. apríl 2020 16:25 Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Umhverfismál Dýr Landbúnaður Valgerður Árnadóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun