Kórónuveiran hefur áhrif á fæðuöryggi Íslands Valgerður Árnadóttir skrifar 24. apríl 2020 16:25 Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Umhverfismál Dýr Landbúnaður Valgerður Árnadóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Nýjustu tölur herma að útbreiðsla Kórónuveirunnar er 75% meiri meðal sláturhúsa- og kjötpökkunar starfsfólks í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur þurft að loka um 15 risa-sláturhúsum í BNA vegna smita sem rekja má til óþrifnaðar og óviðunandi öryggisráðstafanna og hefur kórónaveiran breiðst út hraðar í þeim en í nokkrum öðrum starfsstéttum. Í Bandaríkjunum eins og víðast í hinum vestræna heimi þá eru það aðallega erlendir farandverkamenn og innflytjendur sem starfa í kjötiðnaði og í áratugi hafa verið uppi viðvaranir að öryggi þeirra sé ekki gætt á vinnustöðum. Starfsfólk segir að það hafi ekki aðstöðu til að sinna grundvallarhreinlæti eins og að þvo hendur og halda fjarlægð, að álagið sé svo mikið að þau komast ekki á salernið og nú þegar hefur þurft að loka fjölmörgum sláturhúsum. Eitt af þeim sem var lokað ber ábyrgð á framleiðslu á 4-5% af svínakjöti sem framleitt er í BNA og nú þegar hefur sláturtíðni minnkað um 22% á nautgripum og 6% á svínum vegna veikinda starfsfólks og lokanna sláturhúsa. En 98% af nautakjöti framleitt í BNA er til að mynda frá 50 risa-sláturhúsum sem mörg hver eiga undir högg að sækja vegna kórónuveirunnar. Matvælafræðingar segja að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Nú kunna margir að spyrja sig, hvað kemur það okkur við hvað gerist í Bandaríkjunum? Hér á Íslandi er þetta miklu betra..en er það svo? Á Íslandi eru einnig farandverkamenn og erlendir starfmenn sem halda uppi kjötframleiðslunni, þetta fólk kemur sjaldnast í fréttum, fáir láta sig mál þeirra varða og víða býr þetta fólk í “verbúðum” og vinnur sleitulaust. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirðinga hafa nú þegar varpað fram áhyggjum sínum af mönnun á sláturtíð í haust en samkvæmt þeim eru 80% starfsmanna af erlendu bergi brotin og óljóst hvort hægt verði að flytja inn starfsfólk til að slátra í haust. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífi eins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá munu koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Í ljósi þessarrar vitneskju er í raun sturlað að ríkisstjórn Íslands leggi enn svo mikla áherslu á kjöt- og mjólkuriðnað og litla áherslu á grænmetisrækt og plöntufæði. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á nýsköpun og stuðning við grænmetisbændur og aðra framleiðslu úr plönturíkinu og einkennilegt að ekki einu sinni núna þegar kemur að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar þá eru þær litlu 500 milljónir sem á að verja í “nýsköpun í matvælaiðnaði” ekki einu sinni eyrnamerktar framleiðslu á plöntufæði? Ef kórónuveiran opnar ekki augu fólks fyrir þessu vandamáli hvað þarf þá til þess? 80% af grænmeti og ávöxtum sem við neytum á Íslandi er innflutt og ef innflutningsleiðir lokast vegna þessa fordæmalausa ástands þá er fæðuöryggi okkar ekki tryggt. Og nú þegar má greina skort. Ríkisstjórn Íslands ber að tryggja fæðuöryggi okkar en aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar minnist ekki á það einu orði og þessar 500 milljónir sem á að verja í „matvælasjóð” er eins og dropi í hafið. Við hjá Samtökum grænkera viljum hvetja ríkisstjórn Íslands til að stuðla að fæðuöryggi landsmanna og leggja verulega í styrki til nýsköpunar og framleiðslu á grænmeti og plöntufæði. Líf okkar liggur við! Höfundur er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun