Á áttræðisaldri en gefur ekkert eftir í baráttunni við hinn illvíga kórónuvírus Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2020 13:03 Sigurður er á áttræðisaldri, hér á stofugangi. Víst er að nú mæðir mjög á heilbrigðisstéttum landsins og þar er Sigurður góð fyrirmynd. Um það eru þeir sem til þekkja sammála um. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira