Á áttræðisaldri en gefur ekkert eftir í baráttunni við hinn illvíga kórónuvírus Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2020 13:03 Sigurður er á áttræðisaldri, hér á stofugangi. Víst er að nú mæðir mjög á heilbrigðisstéttum landsins og þar er Sigurður góð fyrirmynd. Um það eru þeir sem til þekkja sammála um. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira