Falin fórnarlömb Covid Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun