Falin fórnarlömb Covid Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Daglega horfum við, hlustum á og lesum fréttir af fórnarlömbum Covid-10 veirunnar, bæði hér á landi og víða um heim. Daglega eru birtar tölulegar upplýsingar um fórnarlömbin; fjölda smitaðra, inniliggjandi, á gjörgæslu, látinna og fjölda í sóttkví. Daglega eru fréttir af bágri stöðu fyrirtækja og fjölda sem þiggur bætur frá atvinnuleysistryggingum. Fleiri fórnarlömb en fregnir berast af Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19. Í marsmánuði bárust barnaverndarnefndum 1.009 tilkynningar vegna 795 barna, ríflega helmingi fleiri einstaklinga en voru í einangrun vegna Covid í lok síðustu viku. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum í mars samanborið við síðustu 14 mánuði á undan sýnir að vísbendingar eru um að Covid-19 hafi margþætt áhrif á stöðu og líðan barna. Var heildarfjöldi tilkynninga í marsmánuði þannig meira en 5% fleiri en barst að meðaltali síðustu 14 mánuði á undan. Þótt ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda séu margs konar er hægt að fullyrða að hluti tilkynninga í mars sé tilkominn vegna beinna eða óbeinna afleiðinga veirunnar. Börn hafa verið einangruð á heimilum sínum vikum saman; rétt fyrir páska birtust fréttir um að meira en fjórðungur leikskólabarna í Reykjavík mætti ekki í skólann, þrátt fyrir að vera hvorki í sóttkví né einangrun. Tilkynnendur hafa í ríkara mæli áhyggjur af því að börn séu í bráðri hættu og var fjöldi tilkynninga, þar sem tilkynnandi taldi að barn væri í bráðri hættu, töluvert yfir meðallagi. Börn leita til barnaverndar sem aldrei fyrr Í mars bárust líka ríflega þrefalt fleiri tilkynningar frá börnum en að meðaltali á samanburðartímabili. Fjölgun tilkynninga frá börnum er bæði jákvæð og neikvæð. Það er sárt að hugsa til þess að börn eigi um svo sárt að binda að þau leiti á náðir barnaverndarnefnda til að fá aðstoð en gleðiefni að börnin bæði viti hvert þau geta leitað og treysti nefndunum til að bæta aðstæður sínar. Einnig virðast bæði foreldrar sjálfir, nágrannar, ættingjar og aðrir utan nánustu fjölskyldu í auknum mæli leita til barnaverndarnefnda með upplýsingar um börn sem áhyggjur eru af. Það er þakkarvert, ekki síst í ljósi þess að tilkynningar frá skólum, leikskólum, dagforeldrum og lögreglu voru færri en ætla mætti í hefðbundnum mánuði yfir vetrartímann. Vísbendingar um aukna vanrækslu og ofbeldi Allt bendir til þess að bæði sé meira um vanrækslu á heimilum og að ofbeldi gegn börnum sé að aukast. Fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gegn börnum í mars en bárust aðra mánuði á samanburðartímabili. Tilkynningar um líkamlegt ofbeldi eru fleiri, hvort sem skoðaðar eru tölur frá Reykjavík, höfuðborgarsvæði eða landsbyggð og einnig eru tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi og heimilisofbeldi nokkru hærri, sérstaklega á landsbyggðinni. Sama gildir um tilkynningar er varða kynferðislegt ofbeldi. Að sama skapi voru tilkynningar um vanrækslu í marsmánuði nokkuð yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan, sérstaklega um að umsjón og eftirliti með börnum sé ábótavant, um að líkamlegum þörfum barna sé ekki sinnt og að foreldrar barna séu í neyslu. Einnig eru vísbendingar um að tilfinningaleg vanræksla sé að aukast. Sofnum ekki á verðinum Fjöldi og efni tilkynninga til barnaverndarnefnda sveiflast eðlilega nokkuð milli mánaða og erfitt er að fullyrða hvort ofangreinda fjölgun megi rekja til ástandsins í samfélaginu eða hvort hún skýrist að einhverju leyti af venjulegum sveiflum milli mánaða. Það eru þó óveðursský á lofti. Við megum ekki sofna á verðinum, gleyma hinum þöglu og týndu fórnarlömbum Covid. Börnin eiga ekki val um hvar þau búa, hvert þau fara eða hverjir sinna þeim. Þau sem yngri eru hafa engin ráð til þess að láta vita – þau fara ekki í leikskóla, hitta ekki ættingja, kunna ekki á síma og eru ekki í rafrænum samskiptum við umheiminn. Barnavernd er dauðans alvara Barnavernd bjargar mannslífum, bókstaflega. Börn látast vegna slæmra aðstæðna á heimili – líka á Íslandi. Árlega þurfa 5.000 börn á aðstoð barnaverndar að halda. Oft berast tilkynningar um aðstæður barna ekki fyrr en löngu eftir að aðstæður hafa breyst til hins verra. Stundum ekki fyrr en varanlegur skaði hefur orðið. Má því búast við að á næstu vikum og mánuðum muni fjölga tilkynningum um slæman aðbúnað barna. Börnin verða að treysta á vökul augu samfélagsins. Við megum ekki bregðast þeim. Tilkynnum áður en það verður um seinan. Tryggjum að fórnarlömb Covid-19 verði eins fá og unnt er. Við erum öll barnavernd. Höfundur er forstjóri Barnarverndarstofu
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar