Enginn veit … Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2020 17:11 Fyrir aðeins mánuði síðan hefðu fáir getað ímyndað sér stöðuna eins og hún er í dag. Kórónuveiran hefur stökkbreytt samfélögum og hagkerfum heimsbyggðarinnar á örskömmum tíma. Við þekkjum ekki þessa veröld sem við búum við í dag og horfum agndofa á hvernig veiran þýtur um heiminn og veldur veikindum, dauða og lamar mörg þau gangverk sem við höfum hingað til talið sjálfsögð. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fyrst fær rothöggið. Ferðaþjónusta eins og við þekktum hana fyrir örfáum vikum síðan hefur nú nánast lagst af. Það er átakanlegt að horfa á hvert hótelið á fætur öðru skella í lás, veitingahús sömuleiðis, rútuflotann og bílaleigubílana verklausa, snjósleðana komna niður á láglendi, hvalaskoðunarskipin bundin við höfn, flugvélaflotann á jörðu niðri. Starfsfólk í tugþúsundatali sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það stefndi í gott ferðaþjónustuár 2020 - sem hefði án vafa skotið enn styrkari stoðum undir ferðaþjónustu sem burðarás í íslensku atvinnulífi, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina sem skapar líf, störf og tekjur um land allt. Á þessari stundu veit enginn hversu lengi þetta ástand, sem ekkert okkar vill vera í, kemur til með að vara. Hvenær getum við keyrt vélarnar aftur í gang? Hvenær verður ferðatakmörkunum aflétt? Hvernig verður efnahagsástand í á markaðssvæðunum okkar þegar upp verður staðið? Hvenær verða ferðamenn tilbúnir til að ferðast aftur? Verður það eftir tvo mánuði? Sex mánuði? Tólf mánuði, eða kannski ekki fyrr en eftir átján mánuði? Það veit enginn. Á meðan er það lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjunum, svo þau verði tilbúin til áframhaldandi verðmætasköpunar um leið og rofar til. Það er lykilatriði að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja og starfsmanna, eins lengi og auðið er. Við megum ekki við því að missa þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp undanfarin ár. Ferðaþjónustan var sú atvinnugrein sem keyrði okkur af krafti upp úr síðustu kreppu og hún hefur alla burði til að gera það aftur. Fyrstu björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kærkomnar og það var ómetanlegt að finna stuðning hins opinbera strax frá fyrstu stundu. Þessar aðgerðir komu án efa í veg fyrir fjöldauppsagnir i stórum stíl. Það er mikilvægt að smíða og hafa tilbúið í startholunum alþjóðlegt markaðsátak, sem fer í gang um leið og færi gefst. Það er ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið, verðum við með sterk spil á hendi - með víðfemið, víðernin og fámennið. Það er líka mikilvægt að fara í markaðsátak á innanlandsmarkaði, þar sem það er líklegt að íslenskir ferðamenn verði tilbúnir til ferða um landið og viðskipta við innlend fyrirtæki fyrr en erlendir gestir. Það er óskandi að Íslendingar skynji líka mikilvægi þess að eiga þessi viðskipti og örva þar með heimahagkerfið. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu gera mörgum fyrirtækjum kleift að þreyja þorrann í einhverjar vikur eða mánuði. Það liggur hins vegar fyrir að ef við missum út háannatíma ferðaþjónustu verðum við í verulegra slæmri stöðu, sem mun krefjast töluvert meiri stuðnings frá hinu opinbera. Það liggur allavega fyrir að hafi einhver efast um gildi og þýðingu ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi, atvinnusköpun og byggðamál, þá ætti að vera runnið upp ljós fyrir hinum sama núna. Það sannast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins mánuði síðan hefðu fáir getað ímyndað sér stöðuna eins og hún er í dag. Kórónuveiran hefur stökkbreytt samfélögum og hagkerfum heimsbyggðarinnar á örskömmum tíma. Við þekkjum ekki þessa veröld sem við búum við í dag og horfum agndofa á hvernig veiran þýtur um heiminn og veldur veikindum, dauða og lamar mörg þau gangverk sem við höfum hingað til talið sjálfsögð. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem fyrst fær rothöggið. Ferðaþjónusta eins og við þekktum hana fyrir örfáum vikum síðan hefur nú nánast lagst af. Það er átakanlegt að horfa á hvert hótelið á fætur öðru skella í lás, veitingahús sömuleiðis, rútuflotann og bílaleigubílana verklausa, snjósleðana komna niður á láglendi, hvalaskoðunarskipin bundin við höfn, flugvélaflotann á jörðu niðri. Starfsfólk í tugþúsundatali sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það stefndi í gott ferðaþjónustuár 2020 - sem hefði án vafa skotið enn styrkari stoðum undir ferðaþjónustu sem burðarás í íslensku atvinnulífi, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina sem skapar líf, störf og tekjur um land allt. Á þessari stundu veit enginn hversu lengi þetta ástand, sem ekkert okkar vill vera í, kemur til með að vara. Hvenær getum við keyrt vélarnar aftur í gang? Hvenær verður ferðatakmörkunum aflétt? Hvernig verður efnahagsástand í á markaðssvæðunum okkar þegar upp verður staðið? Hvenær verða ferðamenn tilbúnir til að ferðast aftur? Verður það eftir tvo mánuði? Sex mánuði? Tólf mánuði, eða kannski ekki fyrr en eftir átján mánuði? Það veit enginn. Á meðan er það lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjunum, svo þau verði tilbúin til áframhaldandi verðmætasköpunar um leið og rofar til. Það er lykilatriði að viðhalda ráðningarsambandi fyrirtækja og starfsmanna, eins lengi og auðið er. Við megum ekki við því að missa þá þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp undanfarin ár. Ferðaþjónustan var sú atvinnugrein sem keyrði okkur af krafti upp úr síðustu kreppu og hún hefur alla burði til að gera það aftur. Fyrstu björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kærkomnar og það var ómetanlegt að finna stuðning hins opinbera strax frá fyrstu stundu. Þessar aðgerðir komu án efa í veg fyrir fjöldauppsagnir i stórum stíl. Það er mikilvægt að smíða og hafa tilbúið í startholunum alþjóðlegt markaðsátak, sem fer í gang um leið og færi gefst. Það er ekki ólíklegt að þegar upp verður staðið, verðum við með sterk spil á hendi - með víðfemið, víðernin og fámennið. Það er líka mikilvægt að fara í markaðsátak á innanlandsmarkaði, þar sem það er líklegt að íslenskir ferðamenn verði tilbúnir til ferða um landið og viðskipta við innlend fyrirtæki fyrr en erlendir gestir. Það er óskandi að Íslendingar skynji líka mikilvægi þess að eiga þessi viðskipti og örva þar með heimahagkerfið. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu gera mörgum fyrirtækjum kleift að þreyja þorrann í einhverjar vikur eða mánuði. Það liggur hins vegar fyrir að ef við missum út háannatíma ferðaþjónustu verðum við í verulegra slæmri stöðu, sem mun krefjast töluvert meiri stuðnings frá hinu opinbera. Það liggur allavega fyrir að hafi einhver efast um gildi og þýðingu ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi, atvinnusköpun og byggðamál, þá ætti að vera runnið upp ljós fyrir hinum sama núna. Það sannast hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun