Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2020 00:16 Þessi sýn blasti við lesanda Vísis í Hagkaupum í Skeifunni í kvöld. Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Um tíu til fimmtán manns voru með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem fólk mokar sælgæti af ýmsum toga í poka og greiðir eftir vigt. Snertismit er helsta smitleið kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum sem almannavarnir um heim allan berjast við þessi dægrin. Þetta hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekað komið inn á í orði á daglegum upplýsingafundum vegna veirunnar og má sömuleiðis lesa sér til um víða, svo sem á Covid.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að snertismit er líklegasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni. Því eigi fólk að gæta hreinlætis, þvo hendur með heitu vatni og sápu í þrjátíu sekúndur og nota handspritt þegar við á.Vísir/Vilhelm Hagkaup hefur hingað til ekki séð ástæðu til þess að loka nammilandinu þótt verslunin hafi gripið til annarra leiða til að takmarka smithættu. Má nefna að brauðskurðarvélin er til dæmis lokuð vegna smithættu. Tímamóta afsláttur í nammilandi Á skilti í verslun Hagkaupa í Skeifunni kemur fram að ákveðið hafi verið að loka nammilandinu tímabundið. Ástæðan kemur ekki fram en má ætla að um viðbrögð vegna kórónuveirunnar sé um að ræða. Nammilandi verður þó ekki lokað fyrr en á þriðjudag ef marka má auglýsinguna. Þannig auglýsir Hagkaup 70 prósent afslátt á nammi og verður afslátturinn í gildi til mánudags. Afslátturinn framlengist því inn í vikuna. Nammiland í Hagkaup í Skeifunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þar er opið allan sólarhringinn og verslunin hefur boðið helmingsafslátt um helgar. Neytendur eru þó beðnir um að nota einnota hanska í nammilandinu líkt og í salatbar og bakaríi. Lesandi Vísis tók ekki eftir því hvort nammikaupendur í Hagkaupum í kvöld hefðu allir sem einn verið með hanska á sér. Einhverjir voru þó með andlitsgrímur. Grímur og hanskar geta veitt falskt öryggi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið spurður út í öryggi sem grímur og hanskar veiti. Hefur hann haft á orði að örygið geti verið falskt. Grímur og hanskar geti vissulega virkað. Grímur verði hins vegar gagnlausar um leið og þær blotna, sem þær gera smám saman við öndun, og þá geri þær lítið sem ekkert gagn. Þá sé lítið gagn í þeim til að verja sig, það sé frekar til að verja aðra. Varðandi hanskana sé ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo að smit berist ekki af þeim og í viðkomandi. Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli með andlitsgrímur.Vísir/Vilhelm „Þannig að það getur gefið falskt öryggi,“ ítrekaði Þórólfur á upplýsingafundi í vikunni. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá einhvern til að fara fyrir sig út í búð.“ Skorar á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax Lesandinn vill skora á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax í stað en ekki á þriðjudaginn. Hann telur að það standist ekki nokkra skoðun að hvetja viðskiptavini til að auka líkur á snertismiti með viðbótarafslætti um helgina Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Um tíu til fimmtán manns voru með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem fólk mokar sælgæti af ýmsum toga í poka og greiðir eftir vigt. Snertismit er helsta smitleið kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum sem almannavarnir um heim allan berjast við þessi dægrin. Þetta hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekað komið inn á í orði á daglegum upplýsingafundum vegna veirunnar og má sömuleiðis lesa sér til um víða, svo sem á Covid.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að snertismit er líklegasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni. Því eigi fólk að gæta hreinlætis, þvo hendur með heitu vatni og sápu í þrjátíu sekúndur og nota handspritt þegar við á.Vísir/Vilhelm Hagkaup hefur hingað til ekki séð ástæðu til þess að loka nammilandinu þótt verslunin hafi gripið til annarra leiða til að takmarka smithættu. Má nefna að brauðskurðarvélin er til dæmis lokuð vegna smithættu. Tímamóta afsláttur í nammilandi Á skilti í verslun Hagkaupa í Skeifunni kemur fram að ákveðið hafi verið að loka nammilandinu tímabundið. Ástæðan kemur ekki fram en má ætla að um viðbrögð vegna kórónuveirunnar sé um að ræða. Nammilandi verður þó ekki lokað fyrr en á þriðjudag ef marka má auglýsinguna. Þannig auglýsir Hagkaup 70 prósent afslátt á nammi og verður afslátturinn í gildi til mánudags. Afslátturinn framlengist því inn í vikuna. Nammiland í Hagkaup í Skeifunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þar er opið allan sólarhringinn og verslunin hefur boðið helmingsafslátt um helgar. Neytendur eru þó beðnir um að nota einnota hanska í nammilandinu líkt og í salatbar og bakaríi. Lesandi Vísis tók ekki eftir því hvort nammikaupendur í Hagkaupum í kvöld hefðu allir sem einn verið með hanska á sér. Einhverjir voru þó með andlitsgrímur. Grímur og hanskar geta veitt falskt öryggi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið spurður út í öryggi sem grímur og hanskar veiti. Hefur hann haft á orði að örygið geti verið falskt. Grímur og hanskar geti vissulega virkað. Grímur verði hins vegar gagnlausar um leið og þær blotna, sem þær gera smám saman við öndun, og þá geri þær lítið sem ekkert gagn. Þá sé lítið gagn í þeim til að verja sig, það sé frekar til að verja aðra. Varðandi hanskana sé ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo að smit berist ekki af þeim og í viðkomandi. Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli með andlitsgrímur.Vísir/Vilhelm „Þannig að það getur gefið falskt öryggi,“ ítrekaði Þórólfur á upplýsingafundi í vikunni. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá einhvern til að fara fyrir sig út í búð.“ Skorar á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax Lesandinn vill skora á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax í stað en ekki á þriðjudaginn. Hann telur að það standist ekki nokkra skoðun að hvetja viðskiptavini til að auka líkur á snertismiti með viðbótarafslætti um helgina
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira