Hvern fjandann er maðurinn að fara; hver er glæpurinn!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. mars 2020 17:00 Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun