Hvern fjandann er maðurinn að fara; hver er glæpurinn!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. mars 2020 17:00 Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar