Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 23:28 Framleiðsla hófst aftur á lyfinu chloroquine phosphate í Kína eftir hlé þegar vonir kviknuðu um að það gæti hjálpað í barátunni gegn kórónuveirunni. Getty/Barcroft Media Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. Eiginkonan liggur nú á sjúkrahúsi og er sögð vera í alvarlegu ástandi. Þau innbyrtu efnið eftir að hafa séð Trump Bandaríkjaforseta lýsa lyfi með virka efninu chloroquine sem mögulegri lausn við kórónuveirufaraldrinum. Efnið chloroquine phosphate sem þau innbyrtu er skylt því sem Trump nefndi og hefur einnig verið selt sem lyf. Það er hins vegar líka notað til þess að hreinsa fiskabúr og höfðu hjónin áður notað það í þeim tilgangi. Konan kannaðist því við heitið chloroquine þegar hún heyrði það í ræðu forsetans. Chloroquine hefur verið samþykkt af bandarísku lyfjastofnuninni til meðferðar á malaríu, liðagigt og rauðum úlfúm. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist gegn kórónuveirunni en rannsóknir standa yfir. Hjónin sem eru á sjötugsaldri eru sögð hafa veikst fljótlega eftir inntökuna. Í samtali við bandarísku NBC fréttastofuna sagðist konan hafa séð ávarp Trumps þar sem hann ræddi um chloroquine. Þar talaði hann í löngu máli um að lyfin lofuðu góðu sem hugsanleg fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 sjúkdómnum sem veiran veldur, rétt áður en læknir í faraldursaðgerðarstjórn hans sá sig knúinn til þess að setja góðan fyrirvara. „Við sáum blaðamannafundinn hans. Það var mikið sýnt frá honum. Trump sagði ítrekað að þarna væri nokkurn veginn um að ræða lækningu,“ sagði konan í samtali við NBC. „Við vorum hrædd við að verða veik,“ bætti hún við. Yfir 46 þúsund staðfest smit hafa greinst í Bandaríkjunum og minnst 592 látið lífið af völdum kórónuveirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. Eiginkonan liggur nú á sjúkrahúsi og er sögð vera í alvarlegu ástandi. Þau innbyrtu efnið eftir að hafa séð Trump Bandaríkjaforseta lýsa lyfi með virka efninu chloroquine sem mögulegri lausn við kórónuveirufaraldrinum. Efnið chloroquine phosphate sem þau innbyrtu er skylt því sem Trump nefndi og hefur einnig verið selt sem lyf. Það er hins vegar líka notað til þess að hreinsa fiskabúr og höfðu hjónin áður notað það í þeim tilgangi. Konan kannaðist því við heitið chloroquine þegar hún heyrði það í ræðu forsetans. Chloroquine hefur verið samþykkt af bandarísku lyfjastofnuninni til meðferðar á malaríu, liðagigt og rauðum úlfúm. Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist gegn kórónuveirunni en rannsóknir standa yfir. Hjónin sem eru á sjötugsaldri eru sögð hafa veikst fljótlega eftir inntökuna. Í samtali við bandarísku NBC fréttastofuna sagðist konan hafa séð ávarp Trumps þar sem hann ræddi um chloroquine. Þar talaði hann í löngu máli um að lyfin lofuðu góðu sem hugsanleg fyrirbyggjandi meðferð við COVID-19 sjúkdómnum sem veiran veldur, rétt áður en læknir í faraldursaðgerðarstjórn hans sá sig knúinn til þess að setja góðan fyrirvara. „Við sáum blaðamannafundinn hans. Það var mikið sýnt frá honum. Trump sagði ítrekað að þarna væri nokkurn veginn um að ræða lækningu,“ sagði konan í samtali við NBC. „Við vorum hrædd við að verða veik,“ bætti hún við. Yfir 46 þúsund staðfest smit hafa greinst í Bandaríkjunum og minnst 592 látið lífið af völdum kórónuveirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira