Hver er staða ferðaþjónustunnar? Friðrik Árnason skrifar 19. apríl 2020 10:30 Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun