Hver er staða ferðaþjónustunnar? Friðrik Árnason skrifar 19. apríl 2020 10:30 Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun