Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 15:48 Kanínuhræ eru á víð og dreif í Elliðaárdal. vísir/vilhelm Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“ Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“
Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16