Steypubílsþjófurinn grunaður um aðild að brunanum á Pablo Discobar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:46 Eldur kom upp á Pablo Discobar. vísir Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tilkynning um eld á efstu hæð Pablo Discobars, sem stendur við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, barst rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rjúfa þurfti þak hússins. Einn maður var handtekinn á vettvangi. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi í nótt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að maðurinn sem handtekinn var sé grunaður um aðild að brunanum. Ekki er enn vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglu hefur verið við rannsókn á vettvangi í dag. Farið verður yfir ýmis gögn, m.a. upptökur úr öryggismyndavélum við staðinn. Þá stóð til að taka skýrslu af manninum nú síðdegis. Að neðan má sjá myndband af vettvangi í nótt þar sem karlmaður er á leiðinni niður stiga bakdyramegin á Pablo Discobar. Fólk heyrist öskra á manninn. Talsvert tjón varð á húsnæði Pablo Discobars vegna brunans, að sögn Guðmundar Páls. Vísir hefur ekki náð í eigendur staðarins í dag. Eftirför eftir Sæbraut lauk við Kleppsveg Það var á miðvikudag í síðustu viku sem fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af steypubílsstuldinum. Þá um morguninn stal maðurinn steypubíl fullum af steypu á byggingasvæði við Vitastíg. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu og eftirför lögreglu. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, þar sem sjónarvottur fylgir lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni. Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27 Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tilkynning um eld á efstu hæð Pablo Discobars, sem stendur við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, barst rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rjúfa þurfti þak hússins. Einn maður var handtekinn á vettvangi. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi í nótt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að maðurinn sem handtekinn var sé grunaður um aðild að brunanum. Ekki er enn vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglu hefur verið við rannsókn á vettvangi í dag. Farið verður yfir ýmis gögn, m.a. upptökur úr öryggismyndavélum við staðinn. Þá stóð til að taka skýrslu af manninum nú síðdegis. Að neðan má sjá myndband af vettvangi í nótt þar sem karlmaður er á leiðinni niður stiga bakdyramegin á Pablo Discobar. Fólk heyrist öskra á manninn. Talsvert tjón varð á húsnæði Pablo Discobars vegna brunans, að sögn Guðmundar Páls. Vísir hefur ekki náð í eigendur staðarins í dag. Eftirför eftir Sæbraut lauk við Kleppsveg Það var á miðvikudag í síðustu viku sem fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af steypubílsstuldinum. Þá um morguninn stal maðurinn steypubíl fullum af steypu á byggingasvæði við Vitastíg. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu og eftirför lögreglu. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, þar sem sjónarvottur fylgir lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni.
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27 Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55
Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45
Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27
Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30