Íslendingur í Kína segir kórónuveiruna á undanhaldi þar í landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:02 Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína. Facebook/Snorri Sigurðsson Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23