Bölvun Sjálfstæðisflokksins Gunnar Smári Egilsson skrifar 30. desember 2020 12:35 Ástæða þess að þeim flokkum sem leggja í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn farnast illa í næstu kosningum er að svona ríkisstjórnarsamstarf er ekki það sem kjósendur þessara flokka vilja. Ef þeir vildu Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn myndu þeir kjósa hann beint. Í stjórn án Sjálfstæðisflokks En áður en við skoðum hvernig kjósendur refsa þeim flokkum sem forystan dregur til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, skulum við skoða áhrifin af stjórnarsetu flokkanna án Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG var mynduð eftir að þessir flokkar fengu 51,5% atkvæða 2009. Í kosningunum 2013 féll fylgið niður í 23,8%. 54% kjósenda sneru baki við flokkunum. Eftir fall ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar 1988 mynduðu Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag ríkisstjórn með 47,4% atkvæða. Í næstu kosningum, 1991, fengu flokkarnir 48,8% atkvæða, bætti eilítið við sig. Eftir mikinn kosningasigur A-flokkanna 1978 var mynduð ríkisstjórn þeirra og Framsóknar með 61,8% atkvæða. Stjórnin sprakk eftir ár og þegar kosið var að nýju 1979 fengu flokkarnir samanlagt 62,0% atkvæða, meira en þegar stjórnin var mynduð. Þegar vinstri stjórnin 1971 var mynduð höfðu Framsókn, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 51,3% atkvæða. Í kosningunum 1974, eftir að stjórnin sprakk, fengu flokkarnir 47,8% atkvæða. 7% kjósenda höfðu snúið baki við flokkunum. Þegar vinstri stjórnin 1956 var fylgi Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags 53,1%. Þegar kosið var um sumarið 1959, stuttu eftir að stjórnin féll og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hafi tekið við, fengu flokkarnir samanlagt 54,9%, eilítið meira en þegar stjórnin var mynduð. Framsóknarflokkurinn komst til valda 1927 með stuðningi Alþýðuflokksins og var leiðandi í landsstjórninni fram til 1932 (og í raun enn lengur). Samanlagt fylgi Framsóknar og Alþýðuflokksins var 49,3% 1927 en 43,1% árið 1933. Mismunurinn var minni en nam þeim 7,5% atkvæða sem Kommúnistaflokkurinn náði. Eins og sjá má af þessu er ríkisstjórn Samfylkingar og VG undantekning, almennt farnast þeim flokkum vel sem mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokknum. Í stjórn með Sjálfstæðisflokki Örlög flokka sem ganga til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum: Þegar VG og Framsókn gengu til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 2017 voru flokkarnir með 27,6% atkvæða. Samkvæmt nýjustu könnun MMR fengju þessir flokkar 15,2% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. 45% kjósenda flokkanna hafa snúið baki við flokkunum. Þegar Viðreisn og Björt framtíð fóru í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2016 voru flokkarnir samanlagt með 17,7% atkvæða. Þegar næst var gengið til kosninga fengu flokkarnir 7,9% atkvæða. 55% kjósenda flokkanna höfðu snúið baki við flokkunum. Þegar Framsóknarflokkurinn fór í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum 2013 var flokkurinn með 22,4% atkvæða en þegar næst var gengið til kosninga fékk flokkurinn 11,5% atkvæða. 53% kjósenda flokksins höfðu snúið baki við honum. Þegar Samfylkingin myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007 var flokkurinn með 26,8% atkvæða. Sú stjórn sprakk í kjölfar Hrunsins og þá fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða í kosningunum 2009 og myndaði stjórn með VG. Síðan lá leið flokksins niður á við; hann fékk 12,9% atkvæða 2013 og 5,7% atkvæða 2016, þá höfðu um 79% kjósenda flokksins frá 2007 snúið baki við honum. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 1995 var flokkurinn með 23,3% atkvæða. Þegar sú stjórn féll loks 2007 fékk Framsókn 11,7% atkvæða. 50% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1991 var flokkurinn með 15,5% atkvæða en fékk 11,4% atkvæða þegar kosið var 1995. 26% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum lifði hún stutt og saman myndaðu kratar og Framsókn ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og síðar Borgaraflokki. Þessi leið hafði lítil áhrif á fylgi flokkanna, sem var samanlagt 34,1% árið 1987 en 34,4% árið 1991. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1983 var flokkurinn með 18,5% atkvæða en þegar kosið var 1987 fékk flokkurinn 18,9%, bætti eilítið við sig eftir að hafa leitt ríkisstjórnina. Þessar kosningar voru sögulegar því framboð Borgaraflokks klauf Sjálfstæðisflokkinn og Kvennalistinn tók fylgi frá Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1974 var flokkurinn með 24,9% atkvæða, en hann fékk 16,9% í kosningunum 1978. 32% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1959 var flokkurinn með 15,2% atkvæða en þegar stjórnin loks féll 1971 fékk flokkurinn 9,1% atkvæða. 40% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1950 var flokkurinn með 24,5% atkvæða en þegar sú ríkisstjórn féll eftir kosningarnar 1956 var flokkurinn með 15,6% atkvæða. 36% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur mynduðu nýsköpunarstjórnina með Sjálfstæðisflokknum 1944 voru flokkarnir með samanlagt atkvæði 32,4% kjósenda. Í næstu kosningum bættu flokkarnir við sig fylgi, fengu samanlagt 37,3% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ýttu þá sósíalistum út úr stjórninni og mynduðu tveggja flokka stjórn. Alþýðuflokkurinn fékk 14,1% í kosningum 1942, 17,8% árið 1946 en 16,5% árið 1949. Þá hafði stjórnin jafn marga þingmenn og stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkurinn var fyrst í minnihlutastjórn en myndaði svo stjórn með Framsókn. Framsókn og Alþýðuflokkurinn myndu stjórn með Sjálfstæðisflokknum 1939, eftir að hafa haldið flokknum áhrifalitlum nánast óslitið frá 1927. Flokkarnir höfðu þá 43,4% atkvæða. Í næstu kosningum, sumarið 1942, fengu flokkarnir 43,0% atkvæða, nánast það sama. Katrín vill sigra söguna Af þessu má sjá að bölvun Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið með árunum. Fyrir 1960 gátu flokkar sloppið með skrekkinn frá samstarfi við íhaldið en eftir því sem nær dregur okkar tíma verður refsing kjósenda ákveðnari, flokkar eiga það á hættu að þurrkast út. Þetta vita allir, líka Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún telur sig hins vegar geta sigrað söguna og afstöðu kjósenda, með stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur hún skorað skynsemina á hólm. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ástæða þess að þeim flokkum sem leggja í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn farnast illa í næstu kosningum er að svona ríkisstjórnarsamstarf er ekki það sem kjósendur þessara flokka vilja. Ef þeir vildu Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn myndu þeir kjósa hann beint. Í stjórn án Sjálfstæðisflokks En áður en við skoðum hvernig kjósendur refsa þeim flokkum sem forystan dregur til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, skulum við skoða áhrifin af stjórnarsetu flokkanna án Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG var mynduð eftir að þessir flokkar fengu 51,5% atkvæða 2009. Í kosningunum 2013 féll fylgið niður í 23,8%. 54% kjósenda sneru baki við flokkunum. Eftir fall ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar 1988 mynduðu Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag ríkisstjórn með 47,4% atkvæða. Í næstu kosningum, 1991, fengu flokkarnir 48,8% atkvæða, bætti eilítið við sig. Eftir mikinn kosningasigur A-flokkanna 1978 var mynduð ríkisstjórn þeirra og Framsóknar með 61,8% atkvæða. Stjórnin sprakk eftir ár og þegar kosið var að nýju 1979 fengu flokkarnir samanlagt 62,0% atkvæða, meira en þegar stjórnin var mynduð. Þegar vinstri stjórnin 1971 var mynduð höfðu Framsókn, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 51,3% atkvæða. Í kosningunum 1974, eftir að stjórnin sprakk, fengu flokkarnir 47,8% atkvæða. 7% kjósenda höfðu snúið baki við flokkunum. Þegar vinstri stjórnin 1956 var fylgi Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags 53,1%. Þegar kosið var um sumarið 1959, stuttu eftir að stjórnin féll og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hafi tekið við, fengu flokkarnir samanlagt 54,9%, eilítið meira en þegar stjórnin var mynduð. Framsóknarflokkurinn komst til valda 1927 með stuðningi Alþýðuflokksins og var leiðandi í landsstjórninni fram til 1932 (og í raun enn lengur). Samanlagt fylgi Framsóknar og Alþýðuflokksins var 49,3% 1927 en 43,1% árið 1933. Mismunurinn var minni en nam þeim 7,5% atkvæða sem Kommúnistaflokkurinn náði. Eins og sjá má af þessu er ríkisstjórn Samfylkingar og VG undantekning, almennt farnast þeim flokkum vel sem mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokknum. Í stjórn með Sjálfstæðisflokki Örlög flokka sem ganga til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum: Þegar VG og Framsókn gengu til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 2017 voru flokkarnir með 27,6% atkvæða. Samkvæmt nýjustu könnun MMR fengju þessir flokkar 15,2% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. 45% kjósenda flokkanna hafa snúið baki við flokkunum. Þegar Viðreisn og Björt framtíð fóru í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2016 voru flokkarnir samanlagt með 17,7% atkvæða. Þegar næst var gengið til kosninga fengu flokkarnir 7,9% atkvæða. 55% kjósenda flokkanna höfðu snúið baki við flokkunum. Þegar Framsóknarflokkurinn fór í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum 2013 var flokkurinn með 22,4% atkvæða en þegar næst var gengið til kosninga fékk flokkurinn 11,5% atkvæða. 53% kjósenda flokksins höfðu snúið baki við honum. Þegar Samfylkingin myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007 var flokkurinn með 26,8% atkvæða. Sú stjórn sprakk í kjölfar Hrunsins og þá fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða í kosningunum 2009 og myndaði stjórn með VG. Síðan lá leið flokksins niður á við; hann fékk 12,9% atkvæða 2013 og 5,7% atkvæða 2016, þá höfðu um 79% kjósenda flokksins frá 2007 snúið baki við honum. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 1995 var flokkurinn með 23,3% atkvæða. Þegar sú stjórn féll loks 2007 fékk Framsókn 11,7% atkvæða. 50% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1991 var flokkurinn með 15,5% atkvæða en fékk 11,4% atkvæða þegar kosið var 1995. 26% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum lifði hún stutt og saman myndaðu kratar og Framsókn ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og síðar Borgaraflokki. Þessi leið hafði lítil áhrif á fylgi flokkanna, sem var samanlagt 34,1% árið 1987 en 34,4% árið 1991. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1983 var flokkurinn með 18,5% atkvæða en þegar kosið var 1987 fékk flokkurinn 18,9%, bætti eilítið við sig eftir að hafa leitt ríkisstjórnina. Þessar kosningar voru sögulegar því framboð Borgaraflokks klauf Sjálfstæðisflokkinn og Kvennalistinn tók fylgi frá Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1974 var flokkurinn með 24,9% atkvæða, en hann fékk 16,9% í kosningunum 1978. 32% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn 1959 var flokkurinn með 15,2% atkvæða en þegar stjórnin loks féll 1971 fékk flokkurinn 9,1% atkvæða. 40% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1950 var flokkurinn með 24,5% atkvæða en þegar sú ríkisstjórn féll eftir kosningarnar 1956 var flokkurinn með 15,6% atkvæða. 36% kjósenda höfðu snúið baki við flokknum. Þegar Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur mynduðu nýsköpunarstjórnina með Sjálfstæðisflokknum 1944 voru flokkarnir með samanlagt atkvæði 32,4% kjósenda. Í næstu kosningum bættu flokkarnir við sig fylgi, fengu samanlagt 37,3% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ýttu þá sósíalistum út úr stjórninni og mynduðu tveggja flokka stjórn. Alþýðuflokkurinn fékk 14,1% í kosningum 1942, 17,8% árið 1946 en 16,5% árið 1949. Þá hafði stjórnin jafn marga þingmenn og stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkurinn var fyrst í minnihlutastjórn en myndaði svo stjórn með Framsókn. Framsókn og Alþýðuflokkurinn myndu stjórn með Sjálfstæðisflokknum 1939, eftir að hafa haldið flokknum áhrifalitlum nánast óslitið frá 1927. Flokkarnir höfðu þá 43,4% atkvæða. Í næstu kosningum, sumarið 1942, fengu flokkarnir 43,0% atkvæða, nánast það sama. Katrín vill sigra söguna Af þessu má sjá að bölvun Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið með árunum. Fyrir 1960 gátu flokkar sloppið með skrekkinn frá samstarfi við íhaldið en eftir því sem nær dregur okkar tíma verður refsing kjósenda ákveðnari, flokkar eiga það á hættu að þurrkast út. Þetta vita allir, líka Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Hún telur sig hins vegar geta sigrað söguna og afstöðu kjósenda, með stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur hún skorað skynsemina á hólm. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar