„Það er ljóst að eitthvað fór úrskeðis við ritun sáttmálans og við göngum svo langt að varpa fram þeirri tilgátu að þreyttur embættismaður hafi hreinlega copy/paste-að úr öryggisskjali frá tíunda áratug síðustu aldar,“ segir á vefsíðunni Hackaday.
Sumir hafa bent á að orðalagið virðist samhljóða texta í Evrópulöggjöf frá 2008.
Í umræddum kafla um dulkóðunartækni er meðal annars talað um „nútíma“ póstforrit á borð við Mozilla Mail og Netscape Communicator 4, sem bæði eru úrelt.
Communicator var síðast uppfærður árið 1997.
Bill Buchanan, prófessor í dulkóðun við Edinburgh Napier University, segir ekkert afsaka klaufaskapinn. Hann bendir meðal annars á að dulkóðunartæknin sem fjallað er um hefði þótt góð fyrir áratug en standist ekki nútímakröfur.
Netscape Communicator is mentioned in Brexit document ... Almost feels like it is 40 years old ...1K RSA and SHA-1 ... one day we will build a digital world fit for the 21st Century ... pic.twitter.com/1cg6uX3clw
— Prof B Buchanan OBE (@billatnapier) December 26, 2020