Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 14:08 Boeing Max 737 vélar hafa verið kyrrsetar í um 20 mánuði. Getty/Stephen Brashear Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira