Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 11:31 Fáir voru á ferli við Regent Street í dag eftir að reglurnar tóku gildi. Iðulega væri fjöldi fólks á ferli vegna útsala. Getty/Stefan Rousseau Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. Svæði landsins hafa verið flokkuð í fjögur þrep eftir því hversu hratt smitum fjölgar og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Þau sem eru í fjórða þrepi búa við ströngustu takmarkanirnar, en alls búa um átján milljónir Breta þar sem aðgerðir hafa verið hertar hvað mest. Þannig eru íbúar á þeim svæðum beðnir um að halda sig heima nema þeir hafi ríka ástæðu til þess að vera á ferðinni, til að mynda vegna skóla eða vinnu. Þær verslanir sem ekki teljast nauðsynlegar verða lokaðar og það sama gildir um líkamsræktarstöðvar og veitingastaði. Þá má aðeins hitta einn af öðru heimili utandyra en fólki er ráðið frá því að ferðast frá því svæði sem það er búsett á, nema það sé vegna skóla eða vinnu. Stefnt er að því að endurskoða gildandi takmarkanir í Lundúnaborg fyrir 30. desember næstkomandi, en heilbrigðisráðherra landsins sagði ólíklegt að tilslakanir yrðu kynntar í ljósi stöðunnar. Bólusetning í Bretlandi hófst þann 8. desember síðastliðinn. Smitum fjölgaði um 25 prósent milli vikna og er óttast að sú þróun haldi áfram í ljósi þess afbrigðis sem hefur náð að dreifa sér sums staðar á Bretlandseyjum. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur, þó ekkert bendi til þess að það sé hættulegra eða að fólk veikist meira vegna þess. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Þurfa í sýnatöku fyrir brottför til Bandaríkjanna Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur. 25. desember 2020 09:47 Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. 23. desember 2020 15:41 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Svæði landsins hafa verið flokkuð í fjögur þrep eftir því hversu hratt smitum fjölgar og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Þau sem eru í fjórða þrepi búa við ströngustu takmarkanirnar, en alls búa um átján milljónir Breta þar sem aðgerðir hafa verið hertar hvað mest. Þannig eru íbúar á þeim svæðum beðnir um að halda sig heima nema þeir hafi ríka ástæðu til þess að vera á ferðinni, til að mynda vegna skóla eða vinnu. Þær verslanir sem ekki teljast nauðsynlegar verða lokaðar og það sama gildir um líkamsræktarstöðvar og veitingastaði. Þá má aðeins hitta einn af öðru heimili utandyra en fólki er ráðið frá því að ferðast frá því svæði sem það er búsett á, nema það sé vegna skóla eða vinnu. Stefnt er að því að endurskoða gildandi takmarkanir í Lundúnaborg fyrir 30. desember næstkomandi, en heilbrigðisráðherra landsins sagði ólíklegt að tilslakanir yrðu kynntar í ljósi stöðunnar. Bólusetning í Bretlandi hófst þann 8. desember síðastliðinn. Smitum fjölgaði um 25 prósent milli vikna og er óttast að sú þróun haldi áfram í ljósi þess afbrigðis sem hefur náð að dreifa sér sums staðar á Bretlandseyjum. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur, þó ekkert bendi til þess að það sé hættulegra eða að fólk veikist meira vegna þess.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Þurfa í sýnatöku fyrir brottför til Bandaríkjanna Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur. 25. desember 2020 09:47 Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. 23. desember 2020 15:41 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33
Þurfa í sýnatöku fyrir brottför til Bandaríkjanna Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur. 25. desember 2020 09:47
Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. 23. desember 2020 15:41