Innlent

Brexit-samningur í höfn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bretland hefur náð samkomulagi varðandi útgöngusamning við Evrópusambandið.
Bretland hefur náð samkomulagi varðandi útgöngusamning við Evrópusambandið. Jason Alden/Bloomberg via Getty

Samkomulag um útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu er í höfn eftir að samninganefndir Evrópusambandsins og Breta náðu samkomulagi í dag. 

Fjögur og hálft ár eru frá því að Bretar gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu og samþykktu að ganga úr sambandinu. Frestur til að ganga frá útgöngusamningi hefði runnið út um áramótin.

Frá þessu er meðal annars greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í samningnum er kveðið á um enga tolla og enga innflutningskvóta milli ESB og Bretlands, að því er breskir fjölmiðlar hafa eftir stjórnvöldum þar í landi.

Blaðamannafundur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var að hefjast og hægt er að fylgjast með honum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×