Að vera tryggður en samt ekki Guðbrandur Einarsson skrifar 23. desember 2020 15:01 Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um ýmsar sértekjur sem áttu að fjármagna ýmis sértæk verkefni s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, hjúkrunarheimili og fl. Staðan í dag er því þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður er nýttur í ýmis önnur verkefni en til greiðslu atvinnuleysisbóta. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er mikið, en þó mismikið eftir landshlutum. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið komið yfir 20% og hafa margir verið lengi atvinnulausir. Þeirra bíður lítið annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna þegar réttur til atvinnuleysisbóta hefur verið fullnýttur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvatti nýverið ríkisstjórn til þess að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til þess að bregðast við þessari erfiðu stöðu, en við því var ekki orðið, því miður. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Staða margra er því sú að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga og óska eftir fjárhagsaðstoð, sem í öllum tilfellum er lægri en grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta og það hafa margir gagnrýnt. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjanesbæ er í dag kr. 152.000 en verður hækkuð um rúm 14% um áramót í kr.174.000. Það dugar þó hvergi nærri til. Hver á að greiða? Staðan er hins vegar þannig að flestir sem eru nú að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, er fólk sem misst hefur vinnu sína. Réttur til atvinnuleysisbóta er í dag 30 mánuðir en var fyrir hrun 36 mánuðir og var þá lengdur í 50 mánuði til þess að bregðast við því ástandi sem þá var. Það að lengja bótaréttinn í 36 mánuði eins og hann var fyrir í hrun myndi breyta miklu. Stóra spurningin finnst mér hins vegar vera þessi: Hver á greiða fólki sem missir vinnu sína? Er það sveitarfélag sem hefur engan annan tekjustofn en útsvar til á nýta eða ríkissjóður sem hefur sértekjur af tryggingargjaldi til þess að fjármagna slíkt. Liggur svarið ekki í augum uppi? Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um ýmsar sértekjur sem áttu að fjármagna ýmis sértæk verkefni s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, hjúkrunarheimili og fl. Staðan í dag er því þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður er nýttur í ýmis önnur verkefni en til greiðslu atvinnuleysisbóta. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er mikið, en þó mismikið eftir landshlutum. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið komið yfir 20% og hafa margir verið lengi atvinnulausir. Þeirra bíður lítið annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna þegar réttur til atvinnuleysisbóta hefur verið fullnýttur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvatti nýverið ríkisstjórn til þess að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til þess að bregðast við þessari erfiðu stöðu, en við því var ekki orðið, því miður. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Staða margra er því sú að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga og óska eftir fjárhagsaðstoð, sem í öllum tilfellum er lægri en grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta og það hafa margir gagnrýnt. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjanesbæ er í dag kr. 152.000 en verður hækkuð um rúm 14% um áramót í kr.174.000. Það dugar þó hvergi nærri til. Hver á að greiða? Staðan er hins vegar þannig að flestir sem eru nú að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, er fólk sem misst hefur vinnu sína. Réttur til atvinnuleysisbóta er í dag 30 mánuðir en var fyrir hrun 36 mánuðir og var þá lengdur í 50 mánuði til þess að bregðast við því ástandi sem þá var. Það að lengja bótaréttinn í 36 mánuði eins og hann var fyrir í hrun myndi breyta miklu. Stóra spurningin finnst mér hins vegar vera þessi: Hver á greiða fólki sem missir vinnu sína? Er það sveitarfélag sem hefur engan annan tekjustofn en útsvar til á nýta eða ríkissjóður sem hefur sértekjur af tryggingargjaldi til þess að fjármagna slíkt. Liggur svarið ekki í augum uppi? Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun