Að vera tryggður en samt ekki Guðbrandur Einarsson skrifar 23. desember 2020 15:01 Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um ýmsar sértekjur sem áttu að fjármagna ýmis sértæk verkefni s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, hjúkrunarheimili og fl. Staðan í dag er því þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður er nýttur í ýmis önnur verkefni en til greiðslu atvinnuleysisbóta. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er mikið, en þó mismikið eftir landshlutum. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið komið yfir 20% og hafa margir verið lengi atvinnulausir. Þeirra bíður lítið annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna þegar réttur til atvinnuleysisbóta hefur verið fullnýttur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvatti nýverið ríkisstjórn til þess að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til þess að bregðast við þessari erfiðu stöðu, en við því var ekki orðið, því miður. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Staða margra er því sú að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga og óska eftir fjárhagsaðstoð, sem í öllum tilfellum er lægri en grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta og það hafa margir gagnrýnt. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjanesbæ er í dag kr. 152.000 en verður hækkuð um rúm 14% um áramót í kr.174.000. Það dugar þó hvergi nærri til. Hver á að greiða? Staðan er hins vegar þannig að flestir sem eru nú að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, er fólk sem misst hefur vinnu sína. Réttur til atvinnuleysisbóta er í dag 30 mánuðir en var fyrir hrun 36 mánuðir og var þá lengdur í 50 mánuði til þess að bregðast við því ástandi sem þá var. Það að lengja bótaréttinn í 36 mánuði eins og hann var fyrir í hrun myndi breyta miklu. Stóra spurningin finnst mér hins vegar vera þessi: Hver á greiða fólki sem missir vinnu sína? Er það sveitarfélag sem hefur engan annan tekjustofn en útsvar til á nýta eða ríkissjóður sem hefur sértekjur af tryggingargjaldi til þess að fjármagna slíkt. Liggur svarið ekki í augum uppi? Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um ýmsar sértekjur sem áttu að fjármagna ýmis sértæk verkefni s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, hjúkrunarheimili og fl. Staðan í dag er því þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður er nýttur í ýmis önnur verkefni en til greiðslu atvinnuleysisbóta. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er mikið, en þó mismikið eftir landshlutum. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið komið yfir 20% og hafa margir verið lengi atvinnulausir. Þeirra bíður lítið annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna þegar réttur til atvinnuleysisbóta hefur verið fullnýttur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvatti nýverið ríkisstjórn til þess að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til þess að bregðast við þessari erfiðu stöðu, en við því var ekki orðið, því miður. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Staða margra er því sú að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga og óska eftir fjárhagsaðstoð, sem í öllum tilfellum er lægri en grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta og það hafa margir gagnrýnt. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjanesbæ er í dag kr. 152.000 en verður hækkuð um rúm 14% um áramót í kr.174.000. Það dugar þó hvergi nærri til. Hver á að greiða? Staðan er hins vegar þannig að flestir sem eru nú að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, er fólk sem misst hefur vinnu sína. Réttur til atvinnuleysisbóta er í dag 30 mánuðir en var fyrir hrun 36 mánuðir og var þá lengdur í 50 mánuði til þess að bregðast við því ástandi sem þá var. Það að lengja bótaréttinn í 36 mánuði eins og hann var fyrir í hrun myndi breyta miklu. Stóra spurningin finnst mér hins vegar vera þessi: Hver á greiða fólki sem missir vinnu sína? Er það sveitarfélag sem hefur engan annan tekjustofn en útsvar til á nýta eða ríkissjóður sem hefur sértekjur af tryggingargjaldi til þess að fjármagna slíkt. Liggur svarið ekki í augum uppi? Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar