Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 23:30 Rússar eru taldir viðriðnir árásina, sem er afar umfangsmikil. Michael Bocchieri/Getty Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á. Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg. Þar er haft eftir ráðgjafanum, Ian Thornton-Trump, að hann hafi reynt að vara við þeim ógnum sem kynni að steðja að öryggi viðskiptavina þeirra. Hann hafi hins vegar verið hundsaður af stjórnendum SolarWinds. Bloomberg vísar þá til 23 síðna glærusýningar sem Thornton-Trump á að hafa sýnt æðstu mönnum fyrirtækisins árið 2017. Þar er hann sagður hafa mælt með því að fyrirtækið réði sérstakan yfirmann netöryggismála. Hann hafi sagt stjórnendum að framtíð fyrirtækisins stæði og félli viðleitni fyrirtækisins til netöryggis. Mánuði eftir að hann kom með tillöguna segist Thornton-Trump hafa hætt vinnu sinni fyrir fyrirtækið, þar sem hann hafi haft það á tilfinningunni að stjórnendur hafi ekki haft áhuga á breytingum sem myndu „hafa raunveruleg áhrif.“ Bloomberg hefur þá eftir Thornton-Trump, og öðrum hugbúnaðarverkfræðingi hjá SolarWinds, að öryggisgallar hjá fyrirtækinu hafi gert tölvuáras eins og þá sem uppgötvaðist á dögunum óumflýjanlega. Margar stofnanir orðið fyrir áhrifum Árásin sem um ræðir er talin hafa staðið yfir í marga mánuði, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lýst árásinni sem alvarlegri ógn við hið opinbera og fyrirtæki í Bandaríkjunum. Talið er að tölvuþrjótarnir sem að baki árásinni standa hafi brotið sér leið inn í tölvukerfi SolarWinds. Þeir hafi svo smitað uppfærslur frá fyrirtækinu með eigin hugbúnaði, og þannig öðlast aðgang, og í sumum tilfellum stjórn, að tölvukerfum sem notuðust við uppfærslurnar. Meðal annars hefur verið greint frá því að stofnanir sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna telji þrjótana hafa aðgang að tölvukerfum þeirra. Rússar taldir bera ábyrgð Þá hefur verið greint frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að refsa yfirvöldum Rússlands vegna árásarinnar, en þau eru talin standa að baki henni. Sjá einnig: Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þær aðgerðir sem Biden er sagður ætla að grípa til felast ekki eingöngu í hefðbundnum viðskiptaþvingunum, heldur einnig aðgerðaráætlunum sem munu miða að því að draga úr getu Rússa til að framkvæma tölvuárásir, að því er haft hefur verið eftir Ron Klain, starfsmannastjóra Bidens. Hann hefur einnig sagt að mögulegt sé að sambærilegum tölvuárásum verði beint gegn Rússum. Þó að flestir embættismenn í Bandaríkjunum sem hafa tjáð sig um málið segi að spjótin beinist að Rússum er Donald Trump, fráfarandi forseti, á öðru máli. Hann telur að kínversk yfirvöld kunni að bera ábyrgð. Eins hefur hann látið hafa eftir sér að árásin sé ekki alvarleg, þvert á það sem netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14 Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg. Þar er haft eftir ráðgjafanum, Ian Thornton-Trump, að hann hafi reynt að vara við þeim ógnum sem kynni að steðja að öryggi viðskiptavina þeirra. Hann hafi hins vegar verið hundsaður af stjórnendum SolarWinds. Bloomberg vísar þá til 23 síðna glærusýningar sem Thornton-Trump á að hafa sýnt æðstu mönnum fyrirtækisins árið 2017. Þar er hann sagður hafa mælt með því að fyrirtækið réði sérstakan yfirmann netöryggismála. Hann hafi sagt stjórnendum að framtíð fyrirtækisins stæði og félli viðleitni fyrirtækisins til netöryggis. Mánuði eftir að hann kom með tillöguna segist Thornton-Trump hafa hætt vinnu sinni fyrir fyrirtækið, þar sem hann hafi haft það á tilfinningunni að stjórnendur hafi ekki haft áhuga á breytingum sem myndu „hafa raunveruleg áhrif.“ Bloomberg hefur þá eftir Thornton-Trump, og öðrum hugbúnaðarverkfræðingi hjá SolarWinds, að öryggisgallar hjá fyrirtækinu hafi gert tölvuáras eins og þá sem uppgötvaðist á dögunum óumflýjanlega. Margar stofnanir orðið fyrir áhrifum Árásin sem um ræðir er talin hafa staðið yfir í marga mánuði, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lýst árásinni sem alvarlegri ógn við hið opinbera og fyrirtæki í Bandaríkjunum. Talið er að tölvuþrjótarnir sem að baki árásinni standa hafi brotið sér leið inn í tölvukerfi SolarWinds. Þeir hafi svo smitað uppfærslur frá fyrirtækinu með eigin hugbúnaði, og þannig öðlast aðgang, og í sumum tilfellum stjórn, að tölvukerfum sem notuðust við uppfærslurnar. Meðal annars hefur verið greint frá því að stofnanir sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna telji þrjótana hafa aðgang að tölvukerfum þeirra. Rússar taldir bera ábyrgð Þá hefur verið greint frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að refsa yfirvöldum Rússlands vegna árásarinnar, en þau eru talin standa að baki henni. Sjá einnig: Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þær aðgerðir sem Biden er sagður ætla að grípa til felast ekki eingöngu í hefðbundnum viðskiptaþvingunum, heldur einnig aðgerðaráætlunum sem munu miða að því að draga úr getu Rússa til að framkvæma tölvuárásir, að því er haft hefur verið eftir Ron Klain, starfsmannastjóra Bidens. Hann hefur einnig sagt að mögulegt sé að sambærilegum tölvuárásum verði beint gegn Rússum. Þó að flestir embættismenn í Bandaríkjunum sem hafa tjáð sig um málið segi að spjótin beinist að Rússum er Donald Trump, fráfarandi forseti, á öðru máli. Hann telur að kínversk yfirvöld kunni að bera ábyrgð. Eins hefur hann látið hafa eftir sér að árásin sé ekki alvarleg, þvert á það sem netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14 Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36
Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14
Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19