Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 23:30 Rússar eru taldir viðriðnir árásina, sem er afar umfangsmikil. Michael Bocchieri/Getty Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á. Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg. Þar er haft eftir ráðgjafanum, Ian Thornton-Trump, að hann hafi reynt að vara við þeim ógnum sem kynni að steðja að öryggi viðskiptavina þeirra. Hann hafi hins vegar verið hundsaður af stjórnendum SolarWinds. Bloomberg vísar þá til 23 síðna glærusýningar sem Thornton-Trump á að hafa sýnt æðstu mönnum fyrirtækisins árið 2017. Þar er hann sagður hafa mælt með því að fyrirtækið réði sérstakan yfirmann netöryggismála. Hann hafi sagt stjórnendum að framtíð fyrirtækisins stæði og félli viðleitni fyrirtækisins til netöryggis. Mánuði eftir að hann kom með tillöguna segist Thornton-Trump hafa hætt vinnu sinni fyrir fyrirtækið, þar sem hann hafi haft það á tilfinningunni að stjórnendur hafi ekki haft áhuga á breytingum sem myndu „hafa raunveruleg áhrif.“ Bloomberg hefur þá eftir Thornton-Trump, og öðrum hugbúnaðarverkfræðingi hjá SolarWinds, að öryggisgallar hjá fyrirtækinu hafi gert tölvuáras eins og þá sem uppgötvaðist á dögunum óumflýjanlega. Margar stofnanir orðið fyrir áhrifum Árásin sem um ræðir er talin hafa staðið yfir í marga mánuði, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lýst árásinni sem alvarlegri ógn við hið opinbera og fyrirtæki í Bandaríkjunum. Talið er að tölvuþrjótarnir sem að baki árásinni standa hafi brotið sér leið inn í tölvukerfi SolarWinds. Þeir hafi svo smitað uppfærslur frá fyrirtækinu með eigin hugbúnaði, og þannig öðlast aðgang, og í sumum tilfellum stjórn, að tölvukerfum sem notuðust við uppfærslurnar. Meðal annars hefur verið greint frá því að stofnanir sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna telji þrjótana hafa aðgang að tölvukerfum þeirra. Rússar taldir bera ábyrgð Þá hefur verið greint frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að refsa yfirvöldum Rússlands vegna árásarinnar, en þau eru talin standa að baki henni. Sjá einnig: Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þær aðgerðir sem Biden er sagður ætla að grípa til felast ekki eingöngu í hefðbundnum viðskiptaþvingunum, heldur einnig aðgerðaráætlunum sem munu miða að því að draga úr getu Rússa til að framkvæma tölvuárásir, að því er haft hefur verið eftir Ron Klain, starfsmannastjóra Bidens. Hann hefur einnig sagt að mögulegt sé að sambærilegum tölvuárásum verði beint gegn Rússum. Þó að flestir embættismenn í Bandaríkjunum sem hafa tjáð sig um málið segi að spjótin beinist að Rússum er Donald Trump, fráfarandi forseti, á öðru máli. Hann telur að kínversk yfirvöld kunni að bera ábyrgð. Eins hefur hann látið hafa eftir sér að árásin sé ekki alvarleg, þvert á það sem netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14 Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg. Þar er haft eftir ráðgjafanum, Ian Thornton-Trump, að hann hafi reynt að vara við þeim ógnum sem kynni að steðja að öryggi viðskiptavina þeirra. Hann hafi hins vegar verið hundsaður af stjórnendum SolarWinds. Bloomberg vísar þá til 23 síðna glærusýningar sem Thornton-Trump á að hafa sýnt æðstu mönnum fyrirtækisins árið 2017. Þar er hann sagður hafa mælt með því að fyrirtækið réði sérstakan yfirmann netöryggismála. Hann hafi sagt stjórnendum að framtíð fyrirtækisins stæði og félli viðleitni fyrirtækisins til netöryggis. Mánuði eftir að hann kom með tillöguna segist Thornton-Trump hafa hætt vinnu sinni fyrir fyrirtækið, þar sem hann hafi haft það á tilfinningunni að stjórnendur hafi ekki haft áhuga á breytingum sem myndu „hafa raunveruleg áhrif.“ Bloomberg hefur þá eftir Thornton-Trump, og öðrum hugbúnaðarverkfræðingi hjá SolarWinds, að öryggisgallar hjá fyrirtækinu hafi gert tölvuáras eins og þá sem uppgötvaðist á dögunum óumflýjanlega. Margar stofnanir orðið fyrir áhrifum Árásin sem um ræðir er talin hafa staðið yfir í marga mánuði, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lýst árásinni sem alvarlegri ógn við hið opinbera og fyrirtæki í Bandaríkjunum. Talið er að tölvuþrjótarnir sem að baki árásinni standa hafi brotið sér leið inn í tölvukerfi SolarWinds. Þeir hafi svo smitað uppfærslur frá fyrirtækinu með eigin hugbúnaði, og þannig öðlast aðgang, og í sumum tilfellum stjórn, að tölvukerfum sem notuðust við uppfærslurnar. Meðal annars hefur verið greint frá því að stofnanir sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna telji þrjótana hafa aðgang að tölvukerfum þeirra. Rússar taldir bera ábyrgð Þá hefur verið greint frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að refsa yfirvöldum Rússlands vegna árásarinnar, en þau eru talin standa að baki henni. Sjá einnig: Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þær aðgerðir sem Biden er sagður ætla að grípa til felast ekki eingöngu í hefðbundnum viðskiptaþvingunum, heldur einnig aðgerðaráætlunum sem munu miða að því að draga úr getu Rússa til að framkvæma tölvuárásir, að því er haft hefur verið eftir Ron Klain, starfsmannastjóra Bidens. Hann hefur einnig sagt að mögulegt sé að sambærilegum tölvuárásum verði beint gegn Rússum. Þó að flestir embættismenn í Bandaríkjunum sem hafa tjáð sig um málið segi að spjótin beinist að Rússum er Donald Trump, fráfarandi forseti, á öðru máli. Hann telur að kínversk yfirvöld kunni að bera ábyrgð. Eins hefur hann látið hafa eftir sér að árásin sé ekki alvarleg, þvert á það sem netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14 Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36
Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14
Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19