Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 20:40 Glas af bóluefninu BNT162b2 frá Pfizer og BioNTech. epa/BioNTech Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. Eva De Bleeker birti verðlistann á samfélagsmiðlinum ásamt upplýsingum um hversu mikið belgísk stjórnvöld hygðust kaupa hverju bóluefni. Tístinu var fljótlega eytt en ekki eftir að einhverjir höfðu tekið skjáskot, að sögn Guardian. Lyfjafyrirtækin voru síður en svo ánægð með uppljóstrunina og talsmaður Pfizer í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg sagði trúnað ríkja um verðið samkvæmt samningnum við Evrópusambandið. Samkvæmt listanum er bóluefnið frá AstraZeneca/Oxford ódýrast en bóluefnið frá Moderna dýrast. Þetta var vitað en nákvæmar upplýsingar um verð á skammt gæti eflt samningsstöðu ríkja sem enn hafa ekki lokið viðræðum við lyfjarisana. Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur Hvað kosta bóluefnin Íslendinga? Samningaviðræður eru ekki hafnar við Sanofi og CureVac en viðræður standa yfir við Moderna. Íslenska ríkið hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 235.000 skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson, 170.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech, og 230.000 skammta af bóluefninu frá Oxford/AstraZeneca. Ef Ísland kaupir bóluefnin frá Evrópusambandinu á kostnaðarverði nemur kostnaðurinn við ofannefnd kaup samtals 640.430.000 krónum. Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir að 900 milljónum verði varið til bóluefnakaupa, bæði fyrir Íslendinga og einnig vegna þróunarsamvinnu. Í greinagerð með lögunum er gert ráð fyrir 550.000 skömmtum til að bólusetja 75% þjóðarinnar, sem var talið að myndu kosta 400 milljónir. Í útreikningum við frumvarpsgerðina var gert ráð fyrir að hver skammtur myndi kosta um fjórar evrur eða 628 krónur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Tengdar fréttir Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26 Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Eva De Bleeker birti verðlistann á samfélagsmiðlinum ásamt upplýsingum um hversu mikið belgísk stjórnvöld hygðust kaupa hverju bóluefni. Tístinu var fljótlega eytt en ekki eftir að einhverjir höfðu tekið skjáskot, að sögn Guardian. Lyfjafyrirtækin voru síður en svo ánægð með uppljóstrunina og talsmaður Pfizer í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg sagði trúnað ríkja um verðið samkvæmt samningnum við Evrópusambandið. Samkvæmt listanum er bóluefnið frá AstraZeneca/Oxford ódýrast en bóluefnið frá Moderna dýrast. Þetta var vitað en nákvæmar upplýsingar um verð á skammt gæti eflt samningsstöðu ríkja sem enn hafa ekki lokið viðræðum við lyfjarisana. Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur Hvað kosta bóluefnin Íslendinga? Samningaviðræður eru ekki hafnar við Sanofi og CureVac en viðræður standa yfir við Moderna. Íslenska ríkið hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 235.000 skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson, 170.000 skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech, og 230.000 skammta af bóluefninu frá Oxford/AstraZeneca. Ef Ísland kaupir bóluefnin frá Evrópusambandinu á kostnaðarverði nemur kostnaðurinn við ofannefnd kaup samtals 640.430.000 krónum. Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir að 900 milljónum verði varið til bóluefnakaupa, bæði fyrir Íslendinga og einnig vegna þróunarsamvinnu. Í greinagerð með lögunum er gert ráð fyrir 550.000 skömmtum til að bólusetja 75% þjóðarinnar, sem var talið að myndu kosta 400 milljónir. Í útreikningum við frumvarpsgerðina var gert ráð fyrir að hver skammtur myndi kosta um fjórar evrur eða 628 krónur.
Verð á skammti: Oxford/AstraZeneca: €1.78 - 279 krónur Johnson & Johnson: $8.50 - 1.090 krónur Sanofi/GSK: €7.56 - 1.187 krónur Pfizer/BioNTech: €12 - 1.883 krónur CureVac: €10 - 1.570 krónur Moderna: $18 - 2.310 krónur
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bólusetningar Tengdar fréttir Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26 Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48 Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. 18. desember 2020 14:26
Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. 18. desember 2020 10:48
Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. 18. desember 2020 07:41
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu