Annar tvíburinn handtekinn í tengslum við demantarán Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 21:23 Fjölda ómetanlegra muna úr Green Vault safninu í Dresden í Þýskalandi var rænt í fyrra. Getty/Sebastian Kahnert Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið annan tvíburabróðurinn sem auglýst hefur verið eftir í tengslum við rán sem framið var í Grænu hvelfingunni í Dresden. Bræðurnir höfðu verið á flótta frá því að ránið var framið. Lögregluyfirvöld segja að Mohammed Remmo, 21 árs gamall, hafi verið handtekinn í Berlín. Hann er sá fjórði sem hefur verið handtekinn í tengslum við ránið sem framið var í fyrra. Ræningjarnir eru sakaðir um að hafa stolið meira en tugi demantshúðaðra hluta af safninu. Yfirvöld hafa sagt að ómögulegt sé að verðsetja hlutina sem var stolið, þeir séu ómetanlegir. Safnið má rekja aftur til Ágústusar sterka konungs Saxlands, en hann hóf að safna fjölda muna árið 1723. Safnið er eitt það elsta í heiminum. Lögreglan handtók Remmó í Berlín í gærkvöldi en hann var fluttur til Dresden í dag. Leitin að bróður hans, Abdul Majed Remmo, heldur áfram og er hans leitað af ákafa. Bræðranna hefur verið leitað alþjóðlega frá því að þeir sluppu frá lögreglu í síðasta mánuði. Lögreglan hafði framkvæmt yfirgripsmikla aðgerð þar sem þrír grunaðir voru handteknir. Hinir fimm grunuðu eru sakaðir um að hafa framið alvarlegt rán og fyrir að hafa framkvæmt tvær íkveikjur. Þá hefur lögregla haldið því fram að fimmmenningarnir séu hluti af glæpasamtökum sem halda til í Berlín. Fyrr á þessu ári voru aðrir meðlimir Remmo fjölskyldunnar sakfelldir fyrir annað rán. Höfðu þau rænt hundrað kílóum af hreinum gullmyntum frá Bode safninu í Berlín árið 2017. Þýskaland Söfn Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden, einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári. 17. nóvember 2020 13:34 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Lögregluyfirvöld segja að Mohammed Remmo, 21 árs gamall, hafi verið handtekinn í Berlín. Hann er sá fjórði sem hefur verið handtekinn í tengslum við ránið sem framið var í fyrra. Ræningjarnir eru sakaðir um að hafa stolið meira en tugi demantshúðaðra hluta af safninu. Yfirvöld hafa sagt að ómögulegt sé að verðsetja hlutina sem var stolið, þeir séu ómetanlegir. Safnið má rekja aftur til Ágústusar sterka konungs Saxlands, en hann hóf að safna fjölda muna árið 1723. Safnið er eitt það elsta í heiminum. Lögreglan handtók Remmó í Berlín í gærkvöldi en hann var fluttur til Dresden í dag. Leitin að bróður hans, Abdul Majed Remmo, heldur áfram og er hans leitað af ákafa. Bræðranna hefur verið leitað alþjóðlega frá því að þeir sluppu frá lögreglu í síðasta mánuði. Lögreglan hafði framkvæmt yfirgripsmikla aðgerð þar sem þrír grunaðir voru handteknir. Hinir fimm grunuðu eru sakaðir um að hafa framið alvarlegt rán og fyrir að hafa framkvæmt tvær íkveikjur. Þá hefur lögregla haldið því fram að fimmmenningarnir séu hluti af glæpasamtökum sem halda til í Berlín. Fyrr á þessu ári voru aðrir meðlimir Remmo fjölskyldunnar sakfelldir fyrir annað rán. Höfðu þau rænt hundrað kílóum af hreinum gullmyntum frá Bode safninu í Berlín árið 2017.
Þýskaland Söfn Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden, einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári. 17. nóvember 2020 13:34 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þrír handteknir vegna ránsins í Grænu hvelfingunni í Dresden Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið þrjá vegna gruns um að tengjast ráninu í Grænu hvelfingunni í Dresden, einu stærsta dýrgripasafni álfunnar, í nóvember á síðasta ári. 17. nóvember 2020 13:34