Búum til betri borg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 15. desember 2020 16:34 Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar