Vanþekking eða popúlismi? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. desember 2020 13:31 Umræðan um hálendisþjóðgarð hefur verið afhjúpandi því í henni er að koma í ljós hverjir ætla að standa með náttúruvernd þegar á reynir. Ekki treysta öll sér til að lýsa beinlínis andstöðu við frumvarpið, þó sum geri það vissulega, en andstaða þeirra birtist í formi fyrirsláttar, gagnrýni sem byggir á vanþekkingu eða snýr að auðleysanlegum tæknilegum atriðum. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort Smári McCarthy þingmaður Pírata sé að leika þann leik í grein sem hann birti í dag. Látum vera að Smári grípi til þess að uppnefna þau sem hann er ósammála. Það er vissulega óheppilegt að gera það í grein þar sem meðal annars er kvartað yfir uppnefnum, en ég kippi mér ekki upp við það. Hitt er öllu verra að þingmaðurinn virðist ekki þekkja núgildandi lagaumhverfi. Þannig tiltekur hann átta dæmi til merkis um þá miklu stjórnsemi og íhald sem hann telur birtast í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð. Býsna mikið, ekki satt? Þegar nánar er að gáð eru allar tilvitnanirnar í tvær greinar frumvarpsins, ein í 5. grein og sjö í 18. grein. Það er því ekki úr vegi að skoða þessar tilvitnanir nánar, nokkuð sem þingmaðurinn hefði kannski átt að gera sjálfur. Smári telur ákvæði 5. greinar um heimild til eignarnáms dæmi um stjórnsemina og hve úr takti ráðherrann sé með frumvarpi sínu. Þá er kannski ágætt að geta þess að þau ákvæði eru algjörlega sambærileg núverandi ákvæðum í náttúruverndarlögum og þeim sem birtast í ákvæðum laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum, að samræmis sé gætt í sambærilegri löggjöf. Kemur þá að 18. greininni, sem Smári tiltekur sjö dæmi úr sem eigi að sanna stjórnsemi frumvarpssemjenda. Sú grein fjallar um dvöl umgengni og umferð í þjóðgarðinum. Ákvæði hennar byggja að miklu leyti á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, sem eru þau lög sem gilda nú þegar um stóran hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs, og lögum um náttúruvernd. Þá er horft til þjóðgarðsins á Þingvöllum þegar nýtt ákvæði kemur inn varðandi köfun í þjóðgarði og nauðsyn þess að setja reglur þar um. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Og þá á Þingvöllum líka? Ákvæði um vetrarakstur er breytt frá lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og gert eins og í lögum um náttúruvernd um akstur utan vega. Þannig er fellt út ákvæði um vetraraksturssvæði, sem er í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Reyndin hefur orðið sú að slík svæði hafa ekki verið skilgreind heldur hefur verið skilgreint hvar óheimilt er að aka að vetri til vegna verndarsjónarmiða. Það eru fá dæmi um slík svæði. Annars staðar má aka má þá aka, s.s. á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega, svo fremi sem jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Smári kvartar líka yfir ákvæðum um að leyfi þurfi fyrir því að lenda flugvél og þyrlu utan skilgreindra flugvalla. Nú veit ég ekki hvort það er óþarfa stjórnsemi, en sannast sagna hef ég alltaf talið að gott væri að hafa reglur um hvar mætti lenda slík um loftförum. Það þarf svo ekki að taka það fram að í neyðartilfellum er öllum slíkum reglum ýtt til hliðar. Hvað flygildin varðar er kveðið á um í stjórnunar- og verndaráætlun sé hægt að áskilja svæði þar sem þurfi heimild þjóðgarðsvarðar til að nota þau. Það er því í höndum umdæmisráðs hvers svæðis að skilgreina það ef þörf er talin á því. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi að fulltrúar sveitarfélaganna, sem eru í meirihluta umdæmisráða, geti sett slíkar reglur? Þá neita ég að trúa því að Smára finnist það í raun og veru óþarfa stjórnsemi að hægt sé að takmarka umferð á einstökum vegum og slóðum, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi landsvæðis. Það er þá í það minnsta gott að fá það skýrt fram ef hann er þeirrar skoðunar. Mér finnst einboðið að annað hvort hafi Smári ekki kynnt sér það lagaumhverfi sem ríkir í dag og frumvarpið byggir að miklu leyti á, eða hann veit betur og ákvað að stökkva á vagn popúlista og slá ryki í augu fólks varðandi málið. Uppnefninganotkun hans bendir til hins síðarnefnda, en ég trúi því samt varla upp á jafn vandaðan mann og þess vegna fyndist mér að hann ætti að tiltaka það nákvæmlega hvað það er sem hann telur óþarfa að setja reglur um. Er það utanvegaakstur? Flugvélalendingar utan flugvalla? Heimild til að loka svæðum vegna verndarsjónarmiða? Eða er þetta allt fyrirsláttur og hann er á móti því að þjóðin fái þjóðgarð? Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Þjóðgarðar Alþingi Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um hálendisþjóðgarð hefur verið afhjúpandi því í henni er að koma í ljós hverjir ætla að standa með náttúruvernd þegar á reynir. Ekki treysta öll sér til að lýsa beinlínis andstöðu við frumvarpið, þó sum geri það vissulega, en andstaða þeirra birtist í formi fyrirsláttar, gagnrýni sem byggir á vanþekkingu eða snýr að auðleysanlegum tæknilegum atriðum. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort Smári McCarthy þingmaður Pírata sé að leika þann leik í grein sem hann birti í dag. Látum vera að Smári grípi til þess að uppnefna þau sem hann er ósammála. Það er vissulega óheppilegt að gera það í grein þar sem meðal annars er kvartað yfir uppnefnum, en ég kippi mér ekki upp við það. Hitt er öllu verra að þingmaðurinn virðist ekki þekkja núgildandi lagaumhverfi. Þannig tiltekur hann átta dæmi til merkis um þá miklu stjórnsemi og íhald sem hann telur birtast í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð. Býsna mikið, ekki satt? Þegar nánar er að gáð eru allar tilvitnanirnar í tvær greinar frumvarpsins, ein í 5. grein og sjö í 18. grein. Það er því ekki úr vegi að skoða þessar tilvitnanir nánar, nokkuð sem þingmaðurinn hefði kannski átt að gera sjálfur. Smári telur ákvæði 5. greinar um heimild til eignarnáms dæmi um stjórnsemina og hve úr takti ráðherrann sé með frumvarpi sínu. Þá er kannski ágætt að geta þess að þau ákvæði eru algjörlega sambærileg núverandi ákvæðum í náttúruverndarlögum og þeim sem birtast í ákvæðum laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum, að samræmis sé gætt í sambærilegri löggjöf. Kemur þá að 18. greininni, sem Smári tiltekur sjö dæmi úr sem eigi að sanna stjórnsemi frumvarpssemjenda. Sú grein fjallar um dvöl umgengni og umferð í þjóðgarðinum. Ákvæði hennar byggja að miklu leyti á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, sem eru þau lög sem gilda nú þegar um stóran hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs, og lögum um náttúruvernd. Þá er horft til þjóðgarðsins á Þingvöllum þegar nýtt ákvæði kemur inn varðandi köfun í þjóðgarði og nauðsyn þess að setja reglur þar um. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Og þá á Þingvöllum líka? Ákvæði um vetrarakstur er breytt frá lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og gert eins og í lögum um náttúruvernd um akstur utan vega. Þannig er fellt út ákvæði um vetraraksturssvæði, sem er í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Reyndin hefur orðið sú að slík svæði hafa ekki verið skilgreind heldur hefur verið skilgreint hvar óheimilt er að aka að vetri til vegna verndarsjónarmiða. Það eru fá dæmi um slík svæði. Annars staðar má aka má þá aka, s.s. á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega, svo fremi sem jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Smári kvartar líka yfir ákvæðum um að leyfi þurfi fyrir því að lenda flugvél og þyrlu utan skilgreindra flugvalla. Nú veit ég ekki hvort það er óþarfa stjórnsemi, en sannast sagna hef ég alltaf talið að gott væri að hafa reglur um hvar mætti lenda slík um loftförum. Það þarf svo ekki að taka það fram að í neyðartilfellum er öllum slíkum reglum ýtt til hliðar. Hvað flygildin varðar er kveðið á um í stjórnunar- og verndaráætlun sé hægt að áskilja svæði þar sem þurfi heimild þjóðgarðsvarðar til að nota þau. Það er því í höndum umdæmisráðs hvers svæðis að skilgreina það ef þörf er talin á því. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi að fulltrúar sveitarfélaganna, sem eru í meirihluta umdæmisráða, geti sett slíkar reglur? Þá neita ég að trúa því að Smára finnist það í raun og veru óþarfa stjórnsemi að hægt sé að takmarka umferð á einstökum vegum og slóðum, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi landsvæðis. Það er þá í það minnsta gott að fá það skýrt fram ef hann er þeirrar skoðunar. Mér finnst einboðið að annað hvort hafi Smári ekki kynnt sér það lagaumhverfi sem ríkir í dag og frumvarpið byggir að miklu leyti á, eða hann veit betur og ákvað að stökkva á vagn popúlista og slá ryki í augu fólks varðandi málið. Uppnefninganotkun hans bendir til hins síðarnefnda, en ég trúi því samt varla upp á jafn vandaðan mann og þess vegna fyndist mér að hann ætti að tiltaka það nákvæmlega hvað það er sem hann telur óþarfa að setja reglur um. Er það utanvegaakstur? Flugvélalendingar utan flugvalla? Heimild til að loka svæðum vegna verndarsjónarmiða? Eða er þetta allt fyrirsláttur og hann er á móti því að þjóðin fái þjóðgarð? Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar