Burtu með biðlistana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 15. desember 2020 11:32 Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári. Á biðlista eftir þessum aðgerðum í opinbera kerfinu eru í dag ca. 1000 einstaklingar. Má alveg slá því nokkuð föstu að þessir 17 einstaklingar hafi gefist upp á því að vera á þessum biðlista og ákveðið að borga sjálft ca. 1100 þús. fyrir þessar aðgerðir. Mögulega til þess að geta haldið sínum starfsferli áfram, nú eða bara til þess að fá til baka þau lífsgæði sem það bjó við áður en liðurinn gaf sig. Þrátt fyrir aukið fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu á undanförnum árum, næst illa að ná fjölda á biðlista undir 1000. Einhver gæti sagt að þá ætti bara að auka enn frekar við fjármagn til þessara aðgerða í opinbera kerfinu. Það er auðvitað sjónarmið útaf fyrir sig. En liðskiptaaðgerðir eru á fullum afköstum í opinbera kerfinu, svo fremi sem forgangsaðgerðir vegna slysa eða bráðaveikinda, teppa ekki skurðstofur. Það er því nokkuð ljóst að opinbera kerfið og innviðir þess, ráða ekkert við stöðuna og meiri líkur en minni eru á því að biðlistarnir lengist frekar en hitt. Fyrir tæpan milljarð í viðbótarframlög til Sjúkratrygginga Íslands, væri með góðu móti hægt að framkvæma rúmlega 800 aðgerðir á ári á Kíníkinni , ef miðað er við afköst síðustu viku. Þar er ein besta mögulega aðstaða á landinu til slíkra aðgerða og fagfólk þar í hverri stöðu. Reyndar segir sagan það, að á meðan opinbera kerfið þarf að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki og nái jafnvel ekki að manna allar auglýstar stöður, þá geti Klíníkin valið úr fólki sem sótt hefur um störf þar að eigin frumkvæði. Það er löngu ljóst og var áður en Covidið skall á, að núverandi fyrirkomulag vegna þessara aðgerða er löngu úr sér gengið. Það eru í rauninni ekkert annað en pólitískar kreddur sem standa í vegi fyrir því að hægt verði af alvöru að hefja alvöruátak í því að ná niður biðlistum vegna þessara aðgerða. Lausnin fellst í því að nýta þau tækifæri sem bjóðast, en ekki hafna þeim af pólitískum ástæðum. Á það í reyndar líka við flest annað í heilbrigðiskerfinu sem ekki fellur undir bráða og lyflækningar. Höfundur er bílstjóri.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun