Vernd fyrir börn, loksins! Kitty Anderson, Ugla Stefanía Kristjönudóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 15. desember 2020 08:30 Það er gott að búa í landi þar sem breið og þverpólitísk samstaða ríkir um réttindamál hinsegin fólks. Þessi samstaða birtist þessa dagana á Alþingi, sem mun á næstu dögum samþykkja þrjú frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér mikilvægar réttarbætur, þá sérstaklega fyrir trans og intersex börn. Frumvörpin sem um ræðir eru allt breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði 80/2019, sem samþykkt voru í fyrrasumar. Öll eru þau afrakstur starfshópa sem tóku til starfa eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi, en hóparnir höfðu það hlutverk að skoða tiltekin málefni og útfæra nýja löggjöf. Málefnin þrjú eru: Lækkað aldurstakmark á sjálfstæðri nafn- og kynskráningu í Þjóðskrá, orðalagsbreytingar í lögum vegna nýrrar hlutlausrar kynskráningar og loks verndun ungbarna fyrir óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama þeirra. Breyting á aldurstakmarki Í núgildandi lögum þurfa unglingar að hafa náð 18 ára aldri til þess að geta breytt sjálf um nafn og kynskráningu hjá Þjóðskrá, en fram að þeim aldri þurfa unglingar leyfi forráðafólks til slíks. Trans unglingar á Íslandi hafa hingað til ekki getað breytt nafni og kyni í Þjóðskrá upp á eigin spýtur ef stuðnings foreldra nýtur ekki við, sem getur valdið óþægindum, kvíða og ruglingi, sérstaklega innan skólakerfisins. Í frumvarpi til breytinga á lögunum er nú lagt til að aldurstakmarkið verði fært niður í 15 ára. Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli, en börn á þessum aldri eru talin hafa nægan þroska til að taka slíkar ákvarðanir. Ef þeim snýst hugur seinna verður sömuleiðis hægt að breyta skráningunni aftur og er hún því fyllilega afturkræf. Það er mikil breyting til batnaðar að allir trans unglingar geti nú breytt nafni og kyni í Þjóðskrá við framhaldsskólaaldur og geti þannig hafið skólagöngu á nýju skólastigi með rétta kynskráningu og nafn. Breytingar á öðrum lögum Breytingar á öðrum lögum lúta aðallega að breyttu orðalagi í hinum ýmsu lögum, svo gert verði ráð fyrir hlutlausri kynskráningu. Mörg lög ganga út frá því að kynin séu eingöngu tvö, en þær breytingar sem Alþingi mun nú gera á hinum ýmsu lögum sjá til þess að lögin endurspegli lagalegan og félagslegan veruleika dagsins í dag. Ýmis lög eru þannig einfölduð, óþarfa kynjun eða kynjuð orð eru tekin út og almenn orð sem geta vísað í öll kyn eru sett í staðinn.Þetta er mikilvægt til að tryggja það að kynsegin fólk sitji við sama borð og annað fólk, sé verndað í lögum og kynvitund þeirra tekin gild. Fólk sem aldrei hefur fengið lagalega viðurkenningu hérlendis mun því loks njóta sömu viðurkenningar og annað fólk. Vernd fyrir börn með ódæmigerð kyneinkenni Þriðja frumvarpið sem samþykkt verður er það allra mikilvægasta, en það snýr að heilbrigðisþjónustu við börn með ódæmigerð kyneinkenni. Um öll Vesturlönd, áratugum saman, hafa börn með ódæmigerð kyneinkenni sætt óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama sinn. Fólk sem hefur orðið fyrir slíkum inngripum er gjarnan upp á heilbrigðiskerfið komið í kjölfar þeirra og stundum hafa inngripin mjög alvarlega heilsukvilla í för með sér. Nefndir Sameinuðu Þjóðanna um réttindi barna, og um pyntingar, grimma og ómannúðlega meðferð ásamt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hafa kallað á miklar breytingar í málaflokknum. Ísland svarar nú þessu kalli. Samkvæmt frumvarpinu verða flest inngrip í kyneinkenni barna sem hafa eingöngu félagslegar, útlitslegar eða sálfélagslegar ástæður óheimil. Þetta er í takt við almenn tilmæli Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana. Frumvarpið leggur þó ríka áherslu á að börn fái áfram aðgang að allri þeirri læknisfræðilegu þjónustu sem þau þurfa. Inngrip sem eru lífsnauðsynleg eru að sjálfsögðu framkvæmd án tafar, en önnur bíða þar til barnið getur sagt skoðun sína á málinu. Ekkert þverfaglegt teymi hefur verið starfandi hérlendis fram að þessu og skort hefur sérhæfða sálfræðiþjónustu fyrir bæði foreldra og börn. Það er því mikið gleðiefni að frumvarpið kemur á fót sérhæfðu teymi með þeim tilgangi að veita börnum með ódæmigerð kyneinkenni „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita“. Ennfremur er lagt til að áframhaldandi vinna fari fram við að vakta vel þróunina í þessum málaflokki á næstu árum. Innan fárra daga verða þessi þrjú frumvörp, sem gera Ísland aðeins betra fyrir aðeins fleira fólk, að lögum. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna frumvörpunum, enda fela þau í sér mikilvægar og tímabærar réttarbætur fyrir hinsegin fólk á Íslandi. Við þökkum Alþingi Íslendinga kærlega fyrir samstöðuna og stuðninginn við mannréttindabaráttu okkar. Gleðileg jól! Höfundar eru Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Ugla Stefanía Réttindi barna Málefni transfólks Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í landi þar sem breið og þverpólitísk samstaða ríkir um réttindamál hinsegin fólks. Þessi samstaða birtist þessa dagana á Alþingi, sem mun á næstu dögum samþykkja þrjú frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér mikilvægar réttarbætur, þá sérstaklega fyrir trans og intersex börn. Frumvörpin sem um ræðir eru allt breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði 80/2019, sem samþykkt voru í fyrrasumar. Öll eru þau afrakstur starfshópa sem tóku til starfa eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi, en hóparnir höfðu það hlutverk að skoða tiltekin málefni og útfæra nýja löggjöf. Málefnin þrjú eru: Lækkað aldurstakmark á sjálfstæðri nafn- og kynskráningu í Þjóðskrá, orðalagsbreytingar í lögum vegna nýrrar hlutlausrar kynskráningar og loks verndun ungbarna fyrir óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama þeirra. Breyting á aldurstakmarki Í núgildandi lögum þurfa unglingar að hafa náð 18 ára aldri til þess að geta breytt sjálf um nafn og kynskráningu hjá Þjóðskrá, en fram að þeim aldri þurfa unglingar leyfi forráðafólks til slíks. Trans unglingar á Íslandi hafa hingað til ekki getað breytt nafni og kyni í Þjóðskrá upp á eigin spýtur ef stuðnings foreldra nýtur ekki við, sem getur valdið óþægindum, kvíða og ruglingi, sérstaklega innan skólakerfisins. Í frumvarpi til breytinga á lögunum er nú lagt til að aldurstakmarkið verði fært niður í 15 ára. Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli, en börn á þessum aldri eru talin hafa nægan þroska til að taka slíkar ákvarðanir. Ef þeim snýst hugur seinna verður sömuleiðis hægt að breyta skráningunni aftur og er hún því fyllilega afturkræf. Það er mikil breyting til batnaðar að allir trans unglingar geti nú breytt nafni og kyni í Þjóðskrá við framhaldsskólaaldur og geti þannig hafið skólagöngu á nýju skólastigi með rétta kynskráningu og nafn. Breytingar á öðrum lögum Breytingar á öðrum lögum lúta aðallega að breyttu orðalagi í hinum ýmsu lögum, svo gert verði ráð fyrir hlutlausri kynskráningu. Mörg lög ganga út frá því að kynin séu eingöngu tvö, en þær breytingar sem Alþingi mun nú gera á hinum ýmsu lögum sjá til þess að lögin endurspegli lagalegan og félagslegan veruleika dagsins í dag. Ýmis lög eru þannig einfölduð, óþarfa kynjun eða kynjuð orð eru tekin út og almenn orð sem geta vísað í öll kyn eru sett í staðinn.Þetta er mikilvægt til að tryggja það að kynsegin fólk sitji við sama borð og annað fólk, sé verndað í lögum og kynvitund þeirra tekin gild. Fólk sem aldrei hefur fengið lagalega viðurkenningu hérlendis mun því loks njóta sömu viðurkenningar og annað fólk. Vernd fyrir börn með ódæmigerð kyneinkenni Þriðja frumvarpið sem samþykkt verður er það allra mikilvægasta, en það snýr að heilbrigðisþjónustu við börn með ódæmigerð kyneinkenni. Um öll Vesturlönd, áratugum saman, hafa börn með ódæmigerð kyneinkenni sætt óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama sinn. Fólk sem hefur orðið fyrir slíkum inngripum er gjarnan upp á heilbrigðiskerfið komið í kjölfar þeirra og stundum hafa inngripin mjög alvarlega heilsukvilla í för með sér. Nefndir Sameinuðu Þjóðanna um réttindi barna, og um pyntingar, grimma og ómannúðlega meðferð ásamt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hafa kallað á miklar breytingar í málaflokknum. Ísland svarar nú þessu kalli. Samkvæmt frumvarpinu verða flest inngrip í kyneinkenni barna sem hafa eingöngu félagslegar, útlitslegar eða sálfélagslegar ástæður óheimil. Þetta er í takt við almenn tilmæli Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana. Frumvarpið leggur þó ríka áherslu á að börn fái áfram aðgang að allri þeirri læknisfræðilegu þjónustu sem þau þurfa. Inngrip sem eru lífsnauðsynleg eru að sjálfsögðu framkvæmd án tafar, en önnur bíða þar til barnið getur sagt skoðun sína á málinu. Ekkert þverfaglegt teymi hefur verið starfandi hérlendis fram að þessu og skort hefur sérhæfða sálfræðiþjónustu fyrir bæði foreldra og börn. Það er því mikið gleðiefni að frumvarpið kemur á fót sérhæfðu teymi með þeim tilgangi að veita börnum með ódæmigerð kyneinkenni „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita“. Ennfremur er lagt til að áframhaldandi vinna fari fram við að vakta vel þróunina í þessum málaflokki á næstu árum. Innan fárra daga verða þessi þrjú frumvörp, sem gera Ísland aðeins betra fyrir aðeins fleira fólk, að lögum. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna frumvörpunum, enda fela þau í sér mikilvægar og tímabærar réttarbætur fyrir hinsegin fólk á Íslandi. Við þökkum Alþingi Íslendinga kærlega fyrir samstöðuna og stuðninginn við mannréttindabaráttu okkar. Gleðileg jól! Höfundar eru Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun