Rúnar Kárason segir landsliðsferlinum lokið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 14:16 Rúnar Kárason mun ekki leika fleiri landsleiki. Mynd/AFP Skyttan Rúnar Kárason hefur farið mikinn með liði sínu Ribe-Esbjerg í Danmörku undanfarið. Hann segir hins vegar að landsliðsferli sínum sé lokið. Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira