Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 15:17 Úr leik HK og ÍBV fyrr á leiktíðinni, í þeim fáum leikjum sem spilaðir hafa verið síðan í mars 2020. vísir/vilhelm Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. Æfingabanni á Íslandi, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, hefur nú verið aflétt fyrir það íþróttafólk sem leikur í efstu deildum. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í dag. „Fyrstu viðbrögð er sú að það er ýmsu enn ósvarað í þessu öllu,“ sagði Róbert Geir í samtali við Vísi í dag. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar.“ Ungmenni hafi hvorki æft né spilað síðan í byrjun október og saknar Róbert þess að þau fái einnig að komast inn í íþróttahúsin á nýjan leik. Að neðan má sjá reglurnar sem kynntar voru í dag sem snúa að íþróttum: Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 til ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ „Við erum að bíða eftir svörum frá ÍSÍ og yfirvöldum varðandi hvað þetta þýðir. Það gæti verið að eitthvað standi í reglugerðinni sem er ekki í upptalningunni.“ Róbert segir að þessar nýjustu reglur muni hafa einhver áhrif á mótahald HSÍ. „Það er ekki hægt að hefja leik eins snemma í Olís deild kvenna og við vonuðumst eftir. Ef 1. deildarliðin fá ekki að æfa þá er það fyrst í febrúar sem þau geta byrjað að spila. Þetta er mismunun á milli félaga,“ sagði Róbert. Reglugerðin mismuni einnig liðum innan félaga sé horft til jafnréttissjónarmiða. „Við erum að horfa upp á félög sem þurfa að funda með leikmannahópum sínum og tilkynna að kvennaliðið geti æft en ekki karlaliðið og öfugt,“ sagði Róbert. Vísar hann til þess að sum félög séu með karlalið í efstu deild en kvennalið í næstefstu deild svo dæmi sé tekið. Íslenski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Æfingabanni á Íslandi, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, hefur nú verið aflétt fyrir það íþróttafólk sem leikur í efstu deildum. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í dag. „Fyrstu viðbrögð er sú að það er ýmsu enn ósvarað í þessu öllu,“ sagði Róbert Geir í samtali við Vísi í dag. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar.“ Ungmenni hafi hvorki æft né spilað síðan í byrjun október og saknar Róbert þess að þau fái einnig að komast inn í íþróttahúsin á nýjan leik. Að neðan má sjá reglurnar sem kynntar voru í dag sem snúa að íþróttum: Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 til ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ „Við erum að bíða eftir svörum frá ÍSÍ og yfirvöldum varðandi hvað þetta þýðir. Það gæti verið að eitthvað standi í reglugerðinni sem er ekki í upptalningunni.“ Róbert segir að þessar nýjustu reglur muni hafa einhver áhrif á mótahald HSÍ. „Það er ekki hægt að hefja leik eins snemma í Olís deild kvenna og við vonuðumst eftir. Ef 1. deildarliðin fá ekki að æfa þá er það fyrst í febrúar sem þau geta byrjað að spila. Þetta er mismunun á milli félaga,“ sagði Róbert. Reglugerðin mismuni einnig liðum innan félaga sé horft til jafnréttissjónarmiða. „Við erum að horfa upp á félög sem þurfa að funda með leikmannahópum sínum og tilkynna að kvennaliðið geti æft en ekki karlaliðið og öfugt,“ sagði Róbert. Vísar hann til þess að sum félög séu með karlalið í efstu deild en kvennalið í næstefstu deild svo dæmi sé tekið.
Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
Íslenski handboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira