Handbolti

Ó­­­trú­­leg endur­­koma hjá Spán­verjum á meðan Þýska­land og Pól­land skildu jöfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Carmen Martin var mögnuð í liði Spánar í dag.
Carmen Martin var mögnuð í liði Spánar í dag. EPA-EFE/HENNING BAGGER

Tveimur spennandi leikjum var að ljúka á Evrópumótinu kvenna í handbolta nú rétt í þessu. Spánn vann Tékkland 27-24 eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik. Á sama tíma gerðu Þýskaland og Pólland jafntefli, 21-21.

Í B-riðli mættust Spánn og Tékkland. Tékkar byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-11. Eitthvað hefur gerst í hálfleik hjá spænska liðinu en það kom tvíeflt til leiks í síðari hálfleik, vann sig hratt inn í leikinn og endaði á því að vinna leikinn með þriggja marka mun, lokatölur 27-24.

Carmen Martin átti stórkostlegan leik í liði Spánar en hún skoraði 12 mörk úr 12 skotum. Þar á eftir kom Nerea Pena með fjögur mörk. Hjá Tékklandi var Marketa Jerabkova markahæst með átta mörk.

Var þetta fyrsti sigur Spánverja á mótinu en Tékkar hafa tapað öllum sínum leikjum.

Í D-riðli gerðu Þýskaland og Pólland jafntefli, lokatölur 21-21 í hnífjöfnum leik. Þýskalandi leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 9-8. Í þeim síðari var sóknarleikur beggja liða betri en Pólland vann hann 13-12 og leiknum lauk því með jafntefli, 21-21 eins og áður segir.

Marlene Zapf var markahæst í liði Þýskalands með fjögur mörk á meðan Aleksandra Rosiak var markahæst í liði Póllands, einnig með fjögur mörk.

Þýskaland er nú með þrjú stig að loknum þremur leikjum en þetta var fyrsta stig Póllands. Bæði Þýskaland og Spánn komast upp úr riðlum sínum á meðan Pólverjar og Tékkar halda heim á leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×