Uppskriftir sigurvegara Árni Matthíasson skrifar 7. desember 2020 10:45 Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi. Undanfarið hef ég unnið að matreiðslubók sem mun geyma uppskriftir eftir konur út athvarfinu og fyrirhugað er að komi út á næsta ári. Við þá vinnu hef ég hitt konur sem kennt hafa mér að búa til kúskús, m'smen brauð, lambatagine, möndlughoriba, prato feito, eplaböku og haustlamb í potti. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og forvitnilegar, ekki síst fyrir það að í athvarfinu eru konur úr öllum áttum; ég er búinn að hitta konur frá Akureyri, Alsír, Marokkó, Póllandi, Brasilíu, Thailandi og úr Hlíðunum, svo dæmi séu tekin. Þær eru líka ólíkar, eiga sér ólíkan uppruna, og sumar fóru að elda vegna þess að það var það sem konur gerðu, dæturnar lærðu að sjá um heimilið á meðan synirnir fóru í skóla. Eins hversdagslegt og það er að elda mat, því hvernig getur það verið annað en hversdagslegt sem maður þarf að gera á hverjum degi alla ævi og iðulega tvisvar á dag, þá er að líka skapandi á sinn hátt og hægt að hafa af því gleði. Sumar kvennanna hafa verið í þannig samband að það er nánast búið að svipta þær sjálfsvirðingunni, það er búið að segja þeim að þær séu ljótar og ómögulegar, heimskir klaufar og jafnvel búið að svipta þær gleðinni af því að gleðja með því að elda góðan mat. Þegar við byrjum að tala um uppskriftyir og matseld eru þær sumar hikandi til að byrja með, en svo lifnar yfir þeim, og mér, því fátt er skemmtilegra en að kynnast nýjum uppskriftum, læra nýjar matreiðsluaðferðir (sjá til að mynda m'smen). Þá skín það líka í gegn að ég er ekki að tala við konur sem beðið hafa ósigur, heldur við sigurvegara. Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum um kvennaathvarf, tónlistar- og bókmenntablaðamaður og netstjóri mbl.is. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar