„Janúar verður hryllilegur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 18:22 Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar. Getty/Alex Edelman Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, varar við því að faraldur kórónuveiru eigi enn eftir að versna í Bandaríkjunum, hvar hann hefur náð nýjum hæðum síðustu daga og vikur. „Janúar verður hryllilegur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag. Yfir hundrað þúsund manns liggja nú á sjúkrahúsi vegna veikinda af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum og heldur áfram að fjölga. Þá gerir spálíkan Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) ráð fyrir allt að 23 þúsund Covid-innlögnum á dag í lok desember. Þá greindust yfir 217 þúsund með veiruna í landinu í gær og hefur nýgreindum farið fjölgandi dag frá degi síðustu vikur. Áðurnefndur Fauci hefur þungar áhyggjur af ástandinu. „Ég held að janúar verði hryllilegur vegna þess að við fáum þakkargjörðarbylgjuna ofan í jólabylgjuna. Þannig að það gæti vel verið að janúar verði verstur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag. Hann bendir á að smitum muni áfram fjölga í að minnsta kosti þrjár vikur eftir mannamót og ferðalög í kringum þakkargjörðarhátíðina, sem bar upp á fimmtudag í síðustu viku. Þeim muni, því miður, fylgja fleiri innlagnir á sjúkrahús og dauðsföll. Yfir fjórtán milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum, samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólasjúkrahússins. Rúmlega 270 þúsund hafa látist af völdum veirunnar í landinu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09 Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. 3. desember 2020 06:16 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Yfir hundrað þúsund manns liggja nú á sjúkrahúsi vegna veikinda af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum og heldur áfram að fjölga. Þá gerir spálíkan Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) ráð fyrir allt að 23 þúsund Covid-innlögnum á dag í lok desember. Þá greindust yfir 217 þúsund með veiruna í landinu í gær og hefur nýgreindum farið fjölgandi dag frá degi síðustu vikur. Áðurnefndur Fauci hefur þungar áhyggjur af ástandinu. „Ég held að janúar verði hryllilegur vegna þess að við fáum þakkargjörðarbylgjuna ofan í jólabylgjuna. Þannig að það gæti vel verið að janúar verði verstur,“ segir Fauci í samtali við Newsweek í dag. Hann bendir á að smitum muni áfram fjölga í að minnsta kosti þrjár vikur eftir mannamót og ferðalög í kringum þakkargjörðarhátíðina, sem bar upp á fimmtudag í síðustu viku. Þeim muni, því miður, fylgja fleiri innlagnir á sjúkrahús og dauðsföll. Yfir fjórtán milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum, samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólasjúkrahússins. Rúmlega 270 þúsund hafa látist af völdum veirunnar í landinu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09 Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. 3. desember 2020 06:16 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01
Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. 3. desember 2020 14:09
Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. 3. desember 2020 06:16