Icelandic Airways í evrópska handboltanum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 14:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon ná vel saman. Getty/Peter Niedung Samvinna tveggja íslenskra landsliðsmanna vakti mikla athygli í sigri þýska liðsins SC Magdeburg í EHF Evrópudeildinni í gær. Tvær framtíðarmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta spila nú saman hjá þýska liðinu SC Magdeburg og þeir buðu upp á flotta tilþrif í gær. SC Magdeburg var þá að spila á móti RK Nexe frá Króatíu og vann öruggan 32-24 útisigur eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8. Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru á sínu fyrsta tímabili saman hjá liðinu en þetta eru ungir menn sem eiga framtíðina fyrir sér. Ómar Ingi er 23 ára en þegar kominn með meira en fjögurra ára reynslu úr atvinnumennsku og Gísli er 21 árs og vonandi búinn að sigrast á sínum meiðslum. Gísli glímdi við erfið axlarmeiðsli á sínu fyrsta tímabili með SC Magdeburg og Ómar Ingi er nýkominn til félagsins frá Aalborg Håndbold í Danmörku. Í leiknum í gær þá skoruðu þeir saman fimm mörk. Ómar Ingi þrjú og Gísli Þorgeir tvö. Það var þó samvinna þeirra í 22. marki liðsins sem var einn af hápunktum leiksins. Twitter-síða EHF Evrópudeildarinnar tók markið sérstaklega fyrir og sagði að þarna hafi Icelandic Airways verið á ferðinni. Ómar Ingi sá um undirbúninginn en Gísli las hann vel og skoraði sirkusmark eftir flotta sendingu. Strákarnir eru líklegir til að vera báðir í íslenska landsliðshópnum á HM í Egyptalandi í janúar og það væri gaman ef þeir myndu líka ná svona vel saman í íslenska landsliðsbúningnum. Það má sjá þetta séríslenska sirkusmark hér fyrir neðan. Icelandic Airways! #ehfelWhat a wonderful in-flight goal by Gisli Thorgeir Kristjansson! @SCMagdeburg pic.twitter.com/KE98x30SJZ— EHF European League (@ehfel_official) December 1, 2020 Þýski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Tvær framtíðarmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta spila nú saman hjá þýska liðinu SC Magdeburg og þeir buðu upp á flotta tilþrif í gær. SC Magdeburg var þá að spila á móti RK Nexe frá Króatíu og vann öruggan 32-24 útisigur eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8. Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru á sínu fyrsta tímabili saman hjá liðinu en þetta eru ungir menn sem eiga framtíðina fyrir sér. Ómar Ingi er 23 ára en þegar kominn með meira en fjögurra ára reynslu úr atvinnumennsku og Gísli er 21 árs og vonandi búinn að sigrast á sínum meiðslum. Gísli glímdi við erfið axlarmeiðsli á sínu fyrsta tímabili með SC Magdeburg og Ómar Ingi er nýkominn til félagsins frá Aalborg Håndbold í Danmörku. Í leiknum í gær þá skoruðu þeir saman fimm mörk. Ómar Ingi þrjú og Gísli Þorgeir tvö. Það var þó samvinna þeirra í 22. marki liðsins sem var einn af hápunktum leiksins. Twitter-síða EHF Evrópudeildarinnar tók markið sérstaklega fyrir og sagði að þarna hafi Icelandic Airways verið á ferðinni. Ómar Ingi sá um undirbúninginn en Gísli las hann vel og skoraði sirkusmark eftir flotta sendingu. Strákarnir eru líklegir til að vera báðir í íslenska landsliðshópnum á HM í Egyptalandi í janúar og það væri gaman ef þeir myndu líka ná svona vel saman í íslenska landsliðsbúningnum. Það má sjá þetta séríslenska sirkusmark hér fyrir neðan. Icelandic Airways! #ehfelWhat a wonderful in-flight goal by Gisli Thorgeir Kristjansson! @SCMagdeburg pic.twitter.com/KE98x30SJZ— EHF European League (@ehfel_official) December 1, 2020
Þýski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira