Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. nóvember 2020 20:11 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna var kynnt og lagt fram á Alþingi í dag. Ráðherra segir málið hafa verið í vinnslu í þrjú ár og að yfir eitt þúsund manns hafi komið að vinnunni. „Við erum að skilgreina hér í fyrsta skipti hvernig kerfið okkar á að tala saman í kringum barnið og setja barnið í miðjuna í öllu sínu starfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Fjölskyldum og öllum börnum undir 18 ára aldri sem þurfa snemmtækan stuðning verður tryggður aðgangur að sérstökum tengilið sem veitir leiðbeiningar og fylgir þjónustunni eftir í kerfinu. Ef börn þurfa stuðning til lengri tíma verður útvegaður málstjóri sem á að tryggja greiningu á þörfum, að barn fái stuðningsáætlun og að þjónusta verði veitt í samræmi við hana. „Það hefur sýnt sig að börn sem þarfnast þjónustu, að oft á tíðum þurfa fjölskyldurnar að sækja sjálf þjónustuna. Þau vita ekki hvaða hurðar þau eiga að banka á, þau vita ekki hvaða þjónustu þau eiga að biðja um. En þarna erum við í rauninni bara að snúa öllu kerfinu við,“ segir Ásmundur. Verði lögin samþykkt taka þau gildi í janúar og talið er að það taki þrjú ár að innleiða breytingarnar. Kostnaður er metinn á 1,3 milljarða á hverju ári en hagfræðingi sem var falið að meta hagræn áhrif líkir þessu við innviðafjárfestingu. „Arðsemin er í rauninni svipuð og af arðbærustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Þannig arðsemin af þessum breytingum ætti að vera sambærileg við til dæmis Kárahnjúkavirkjun eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur. Það taki tíma að fylgja eftir fyrstu börnum í nýju kerfi og miðað er við að færri fari út af sporinu eftir breytingar. Sé einungis litið á fjárhagshliðina er miðað við þjóðhagslegur ávinningur við það fari fram úr kostnaði eftir tíu ár. „Þeir þurfa minni heilbrigðisþjónustu, hafa hærri ævitekjur og þurfa minni aðstoð frá félagslegum kerfum,“ segir Björn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Réttindi barna Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna var kynnt og lagt fram á Alþingi í dag. Ráðherra segir málið hafa verið í vinnslu í þrjú ár og að yfir eitt þúsund manns hafi komið að vinnunni. „Við erum að skilgreina hér í fyrsta skipti hvernig kerfið okkar á að tala saman í kringum barnið og setja barnið í miðjuna í öllu sínu starfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Fjölskyldum og öllum börnum undir 18 ára aldri sem þurfa snemmtækan stuðning verður tryggður aðgangur að sérstökum tengilið sem veitir leiðbeiningar og fylgir þjónustunni eftir í kerfinu. Ef börn þurfa stuðning til lengri tíma verður útvegaður málstjóri sem á að tryggja greiningu á þörfum, að barn fái stuðningsáætlun og að þjónusta verði veitt í samræmi við hana. „Það hefur sýnt sig að börn sem þarfnast þjónustu, að oft á tíðum þurfa fjölskyldurnar að sækja sjálf þjónustuna. Þau vita ekki hvaða hurðar þau eiga að banka á, þau vita ekki hvaða þjónustu þau eiga að biðja um. En þarna erum við í rauninni bara að snúa öllu kerfinu við,“ segir Ásmundur. Verði lögin samþykkt taka þau gildi í janúar og talið er að það taki þrjú ár að innleiða breytingarnar. Kostnaður er metinn á 1,3 milljarða á hverju ári en hagfræðingi sem var falið að meta hagræn áhrif líkir þessu við innviðafjárfestingu. „Arðsemin er í rauninni svipuð og af arðbærustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Þannig arðsemin af þessum breytingum ætti að vera sambærileg við til dæmis Kárahnjúkavirkjun eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur. Það taki tíma að fylgja eftir fyrstu börnum í nýju kerfi og miðað er við að færri fari út af sporinu eftir breytingar. Sé einungis litið á fjárhagshliðina er miðað við þjóðhagslegur ávinningur við það fari fram úr kostnaði eftir tíu ár. „Þeir þurfa minni heilbrigðisþjónustu, hafa hærri ævitekjur og þurfa minni aðstoð frá félagslegum kerfum,“ segir Björn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Réttindi barna Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira