Fimm ára heimasæta á Hurðarbaki veit allt um rúning Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2020 19:51 Lilja Reynisdóttir, fimm ára heimasæta á Hurðarbaki, sem veit allt um það hvernig rúningur fer fram. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rúningur stendur nú yfir víða hjá sauðfjárbændum landsins. Bóndinn á bænum Hurðarbaki í Flóa er um eina mínútu að rýja hverja kind. Sauðfjárbændur landsins hafa í nógu að snúast þessa dagana því margir þeirra nota þennan árstíma til að rýgja kindurnar sínar. Fimm ára heimasæta á bænum Hurðarbaki í Flóa veita nákvæmlega hvað gerist þegar rúningur fer fram. Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir eru bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi og eiga þau fimm börn. Það er nóg að gera í fjárhúsinu við rúning en heimasætan á bænum, sem heitir Lilja og er fimm ára er með það algjörlega á hreinu hvað er gert þá. „Maður tekur vél og tekur eina kind og setur svo á ullina og þá fer ullin af og þá verður bara eitthvað bak og magi eftir. Svo getum við kannski prjónað peysu, teppi eða eitthvað úr ullinni,“ segir Lilja. Í fjárhúsinu eru um 170 ær sem Reynir og Unnsteinn, elsti sonurinn á bænum sjá um að rýja. Nokkrar kindur, sem nýbúið er að rýja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta tekur aðeins á bakið og lappirnar ef maður kann þetta ekki getur þetta verið aðeins erfitt,“ segir Unnsteinn. Reynir er alvanur rúningsmaður en hann er ekki nema rúmlega mínútu að rýja hverja kind. „Þetta er ekkert flókið ef maður kann þetta, þetta er bara æfing, bara að klippa nógu mikið þá verður þetta allt mjög einfalt, það er bara svoleiðis. Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa, sem er ekki nema rétt rúmlega eina mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ærnar eru ótrúlega þægar hjá Reyni þegar hann klippir þær. „Já, þá erum við aftur að tala um það að kunna þetta eða að ná tökum á þessu, þá verða þær þægar, það er bara svoleiðis en að sjálfsögðu eru þær misjafnar.“ Reynir Þór, ásamt börnum fimm á bænum, sem hann á með Fanneyju Ólafsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Sauðfjárbændur landsins hafa í nógu að snúast þessa dagana því margir þeirra nota þennan árstíma til að rýgja kindurnar sínar. Fimm ára heimasæta á bænum Hurðarbaki í Flóa veita nákvæmlega hvað gerist þegar rúningur fer fram. Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir eru bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi og eiga þau fimm börn. Það er nóg að gera í fjárhúsinu við rúning en heimasætan á bænum, sem heitir Lilja og er fimm ára er með það algjörlega á hreinu hvað er gert þá. „Maður tekur vél og tekur eina kind og setur svo á ullina og þá fer ullin af og þá verður bara eitthvað bak og magi eftir. Svo getum við kannski prjónað peysu, teppi eða eitthvað úr ullinni,“ segir Lilja. Í fjárhúsinu eru um 170 ær sem Reynir og Unnsteinn, elsti sonurinn á bænum sjá um að rýja. Nokkrar kindur, sem nýbúið er að rýja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta tekur aðeins á bakið og lappirnar ef maður kann þetta ekki getur þetta verið aðeins erfitt,“ segir Unnsteinn. Reynir er alvanur rúningsmaður en hann er ekki nema rúmlega mínútu að rýja hverja kind. „Þetta er ekkert flókið ef maður kann þetta, þetta er bara æfing, bara að klippa nógu mikið þá verður þetta allt mjög einfalt, það er bara svoleiðis. Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa, sem er ekki nema rétt rúmlega eina mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ærnar eru ótrúlega þægar hjá Reyni þegar hann klippir þær. „Já, þá erum við aftur að tala um það að kunna þetta eða að ná tökum á þessu, þá verða þær þægar, það er bara svoleiðis en að sjálfsögðu eru þær misjafnar.“ Reynir Þór, ásamt börnum fimm á bænum, sem hann á með Fanneyju Ólafsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira