Sauðfjárbændur landsins hafa í nógu að snúast þessa dagana því margir þeirra nota þennan árstíma til að rýgja kindurnar sínar. Fimm ára heimasæta á bænum Hurðarbaki í Flóa veita nákvæmlega hvað gerist þegar rúningur fer fram.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir eru bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi og eiga þau fimm börn. Það er nóg að gera í fjárhúsinu við rúning en heimasætan á bænum, sem heitir Lilja og er fimm ára er með það algjörlega á hreinu hvað er gert þá.
„Maður tekur vél og tekur eina kind og setur svo á ullina og þá fer ullin af og þá verður bara eitthvað bak og magi eftir. Svo getum við kannski prjónað peysu, teppi eða eitthvað úr ullinni,“ segir Lilja.
Í fjárhúsinu eru um 170 ær sem Reynir og Unnsteinn, elsti sonurinn á bænum sjá um að rýja.

„Þetta tekur aðeins á bakið og lappirnar ef maður kann þetta ekki getur þetta verið aðeins erfitt,“ segir Unnsteinn.
Reynir er alvanur rúningsmaður en hann er ekki nema rúmlega mínútu að rýja hverja kind.
„Þetta er ekkert flókið ef maður kann þetta, þetta er bara æfing, bara að klippa nógu mikið þá verður þetta allt mjög einfalt, það er bara svoleiðis.

Og ærnar eru ótrúlega þægar hjá Reyni þegar hann klippir þær.
„Já, þá erum við aftur að tala um það að kunna þetta eða að ná tökum á þessu, þá verða þær þægar, það er bara svoleiðis en að sjálfsögðu eru þær misjafnar.“
