Dohop fær innspýtingu á besta tíma í faraldrinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2020 19:21 Undanfarin fimm ár hefur Dohop sérhæft sig í tækni fyrir flugfélög þannig að þau geti bókað farþega sína í áframhaldandi flug með öðrum flugfélögum. Grafík/Dohop Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur fengið breskan fjárfestingarsjóð til liðs við sig með rúmlega milljarð króna. Fjárfestingin kemur á besta tíma enda hafa tekjur Dohop hrapað með miklum samdrætti í alþjóðlegu flugi undanfarna mánuði. Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira