Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Oddur Ævar Gunnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. október 2025 21:03 Einar Bárðarson er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir/Anton Brink Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Tilkynnt var á dögunum að til stæði að loka veitingastaðnum Brewdog sem verið hefur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu og selt þar skoskan bjór í sjö ár. Þá hefur Bankinn bistró í Mosfellsbæ einnig lokað dyrum sínum en bæði rekstraraðilar Bankans og Brewdog hafa sagt að ekki hafi lengur verið hægt að halda stöðunum gangandi við núverandi rekstrarskilyrði. Laun og gjöld of há Formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist uggandi yfir stöðunni. „Þetta er nú bara þessi vika, því miður. Það er búið að vera hrina lokana síðan um mitt sumar og þetta er mjög alvarlegt og neikvætt fyrir sjálfbæran veitingarekstur,“ segir Einar Bárðarson. Hann segir að ekki verði lengur unað við núverandi ástand. Veitingamenn séu enn þá að borga gjöld eftir heimsfaraldur. Launakostnaður sé allt of hár og áfengisgjöld sömuleiðis. „Þegar það verða lítilsháttar hækkanir núna á birgðum eða hvað það er þá treysta veitingamenn sér ekki lengur til þess að fleyta því út í verðið og segja bara: „þetta er komið gott.“ Verðin yfir sársaukamörkum almennings Veitingamenn lýsi því að verð á vörum líkt og bjór sem skipti sköpum fyrir tekjur veitingastaðanna sé einfaldlega komið yfir sársaukamörk hjá almenningi. Einar segir að til lengri tíma þurfi að bregðast við launakostnaði en að til skemmri tíma væri hægt að stemma stigu við áfengisgjöldin. „Það er sannarlega hægt að skoða áfengisgjöldin. Svo er því miður drjúgum tíma þeirra sem stýra veitingastöðum, hvort sem þeir eru stórir eða smári, sextíu, sjötíu prósent af vinnuvikunni, varið í það að sinna eftirlitsstofnunum ýmiss konar og þar mætti víða auðvelda ferlana án þess að koma niður á gæðum þess sem er verið að fylgjast með,“ segir Einar Bárðarson formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Veitingastaðir Áfengi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira