Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð í stærstu sveitarfélögunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 19:00 Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur. Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur.
Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15
Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24