Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð í stærstu sveitarfélögunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 19:00 Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur. Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur.
Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15
Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24