Boðar lok sóttvarnaaðgerða á landvísu í byrjun desember Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Starfsmaður í skimunarmiðstöð tekur sýni úr sjálfum sér fyrir opnun. í Wales í gær. AP/Ben Birchall Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Í stað þeirra verður gripið til svæðisbundinna aðgerða. Þá stendur til að hefja bólusetningar þegar í næsta mánuði fáist til þess tilskilin leyfi. Boris Johnson, forsætisráðherra, staðfesti í gær að aftur yrði notast við svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir í þremur stigum í Englandi eftir að aðgerðunum á landsvísu verður aflétt í næstu viku. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir því hvernig faraldurinn þróast þar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að flest landsvæði falli í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða. Landsaðgerðirnar tóku gildi 5. nóvember eftir að smituðum hafði farið ört fjölgandi eins og víðar í Evrópu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað þó að þeir síðastnefndu mættu enn selja viðskiptavinum mat til neyslu utan þeirra. Flestar samkomur voru einnig bannaðar en skólastarf hélt áfram. Nú er þeim byrjað að fækka sem greinast smitaðir í Bretland en fjöldinn er þó enn talinn mikill, á þriðja hundrað manns á dag. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu en á Bretlandi, fleiri en 54.700 manns frá upphafi faraldursins. Ríkisstjórn Johnson ætlar sér að kynna áform um umfangsmeiri skimanir til þess að bæla faraldurinn niður á meðan bóluefnis er beðið. Bólusetningar gætu hafist strax í desember staðfesti lyfjayfirvöld að þau séu örugg og virk. Þá er talið að stigbundna sóttvarnakerfið verði tekið til endurskoðunar. Vísindaráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa varað við að aðgerðirnar sem það leggur á séu ekki nógu öflugar og munu þeir leggja fram skýrslu þess efnis á morgun. Vægasta stigið í því kerfi gerir ráð fyrir því að veitingastöðum og krám sé lokað klukkan tíu á kvöldin og að íbúar megi ekki safnast saman í stærri en sex manna hópum. Á miðstigi aðgerðanna má fólk ekki hitta aðra sem búa ekki á sama heimili eða eru hluti af fámennu „stuðningsneti“ innandyra. Á efsta stigi mega veitingastaðir og barir aðeins selja áfengi ef þeir bjóða upp á „saðsama máltíð“ með því og fólki er ráðlegt að ferðast hvorki til né frá þeirra svæða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Í stað þeirra verður gripið til svæðisbundinna aðgerða. Þá stendur til að hefja bólusetningar þegar í næsta mánuði fáist til þess tilskilin leyfi. Boris Johnson, forsætisráðherra, staðfesti í gær að aftur yrði notast við svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir í þremur stigum í Englandi eftir að aðgerðunum á landsvísu verður aflétt í næstu viku. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir því hvernig faraldurinn þróast þar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að flest landsvæði falli í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða. Landsaðgerðirnar tóku gildi 5. nóvember eftir að smituðum hafði farið ört fjölgandi eins og víðar í Evrópu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað þó að þeir síðastnefndu mættu enn selja viðskiptavinum mat til neyslu utan þeirra. Flestar samkomur voru einnig bannaðar en skólastarf hélt áfram. Nú er þeim byrjað að fækka sem greinast smitaðir í Bretland en fjöldinn er þó enn talinn mikill, á þriðja hundrað manns á dag. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu en á Bretlandi, fleiri en 54.700 manns frá upphafi faraldursins. Ríkisstjórn Johnson ætlar sér að kynna áform um umfangsmeiri skimanir til þess að bæla faraldurinn niður á meðan bóluefnis er beðið. Bólusetningar gætu hafist strax í desember staðfesti lyfjayfirvöld að þau séu örugg og virk. Þá er talið að stigbundna sóttvarnakerfið verði tekið til endurskoðunar. Vísindaráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa varað við að aðgerðirnar sem það leggur á séu ekki nógu öflugar og munu þeir leggja fram skýrslu þess efnis á morgun. Vægasta stigið í því kerfi gerir ráð fyrir því að veitingastöðum og krám sé lokað klukkan tíu á kvöldin og að íbúar megi ekki safnast saman í stærri en sex manna hópum. Á miðstigi aðgerðanna má fólk ekki hitta aðra sem búa ekki á sama heimili eða eru hluti af fámennu „stuðningsneti“ innandyra. Á efsta stigi mega veitingastaðir og barir aðeins selja áfengi ef þeir bjóða upp á „saðsama máltíð“ með því og fólki er ráðlegt að ferðast hvorki til né frá þeirra svæða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira