Boðar lok sóttvarnaaðgerða á landvísu í byrjun desember Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Starfsmaður í skimunarmiðstöð tekur sýni úr sjálfum sér fyrir opnun. í Wales í gær. AP/Ben Birchall Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Í stað þeirra verður gripið til svæðisbundinna aðgerða. Þá stendur til að hefja bólusetningar þegar í næsta mánuði fáist til þess tilskilin leyfi. Boris Johnson, forsætisráðherra, staðfesti í gær að aftur yrði notast við svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir í þremur stigum í Englandi eftir að aðgerðunum á landsvísu verður aflétt í næstu viku. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir því hvernig faraldurinn þróast þar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að flest landsvæði falli í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða. Landsaðgerðirnar tóku gildi 5. nóvember eftir að smituðum hafði farið ört fjölgandi eins og víðar í Evrópu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað þó að þeir síðastnefndu mættu enn selja viðskiptavinum mat til neyslu utan þeirra. Flestar samkomur voru einnig bannaðar en skólastarf hélt áfram. Nú er þeim byrjað að fækka sem greinast smitaðir í Bretland en fjöldinn er þó enn talinn mikill, á þriðja hundrað manns á dag. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu en á Bretlandi, fleiri en 54.700 manns frá upphafi faraldursins. Ríkisstjórn Johnson ætlar sér að kynna áform um umfangsmeiri skimanir til þess að bæla faraldurinn niður á meðan bóluefnis er beðið. Bólusetningar gætu hafist strax í desember staðfesti lyfjayfirvöld að þau séu örugg og virk. Þá er talið að stigbundna sóttvarnakerfið verði tekið til endurskoðunar. Vísindaráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa varað við að aðgerðirnar sem það leggur á séu ekki nógu öflugar og munu þeir leggja fram skýrslu þess efnis á morgun. Vægasta stigið í því kerfi gerir ráð fyrir því að veitingastöðum og krám sé lokað klukkan tíu á kvöldin og að íbúar megi ekki safnast saman í stærri en sex manna hópum. Á miðstigi aðgerðanna má fólk ekki hitta aðra sem búa ekki á sama heimili eða eru hluti af fámennu „stuðningsneti“ innandyra. Á efsta stigi mega veitingastaðir og barir aðeins selja áfengi ef þeir bjóða upp á „saðsama máltíð“ með því og fólki er ráðlegt að ferðast hvorki til né frá þeirra svæða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember. Í stað þeirra verður gripið til svæðisbundinna aðgerða. Þá stendur til að hefja bólusetningar þegar í næsta mánuði fáist til þess tilskilin leyfi. Boris Johnson, forsætisráðherra, staðfesti í gær að aftur yrði notast við svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir í þremur stigum í Englandi eftir að aðgerðunum á landsvísu verður aflétt í næstu viku. Þannig verði hægt að herða eða slaka á aðgerðum á einstökum svæðum eftir því hvernig faraldurinn þróast þar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að flest landsvæði falli í tvö efstu stig sóttvarnaaðgerða. Landsaðgerðirnar tóku gildi 5. nóvember eftir að smituðum hafði farið ört fjölgandi eins og víðar í Evrópu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað þó að þeir síðastnefndu mættu enn selja viðskiptavinum mat til neyslu utan þeirra. Flestar samkomur voru einnig bannaðar en skólastarf hélt áfram. Nú er þeim byrjað að fækka sem greinast smitaðir í Bretland en fjöldinn er þó enn talinn mikill, á þriðja hundrað manns á dag. Hvergi hafa fleiri látist í Evrópu en á Bretlandi, fleiri en 54.700 manns frá upphafi faraldursins. Ríkisstjórn Johnson ætlar sér að kynna áform um umfangsmeiri skimanir til þess að bæla faraldurinn niður á meðan bóluefnis er beðið. Bólusetningar gætu hafist strax í desember staðfesti lyfjayfirvöld að þau séu örugg og virk. Þá er talið að stigbundna sóttvarnakerfið verði tekið til endurskoðunar. Vísindaráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa varað við að aðgerðirnar sem það leggur á séu ekki nógu öflugar og munu þeir leggja fram skýrslu þess efnis á morgun. Vægasta stigið í því kerfi gerir ráð fyrir því að veitingastöðum og krám sé lokað klukkan tíu á kvöldin og að íbúar megi ekki safnast saman í stærri en sex manna hópum. Á miðstigi aðgerðanna má fólk ekki hitta aðra sem búa ekki á sama heimili eða eru hluti af fámennu „stuðningsneti“ innandyra. Á efsta stigi mega veitingastaðir og barir aðeins selja áfengi ef þeir bjóða upp á „saðsama máltíð“ með því og fólki er ráðlegt að ferðast hvorki til né frá þeirra svæða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent