Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 11:56 Svona er áætlað að Bláfjallasvæðið líti út árið 2024 eftir fyrirhugaða uppbyggingu. grafík/stöð 2 Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. Frá þessu er greint á vef Fjarðarfrétta þar sem Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum, segir að ástæða þess að öllum tilboðum hafi verið hafnað sé sú að lægsta tilboð hafi verið sautján prósent yfir kostnaðaráætlun. Alls bárust þrjú tilboð. Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012. Í kortunum eru þó talsverðar framkvæmdir, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr á árinu. Ráðist var í útboð á endurnýjun á stólalyftunum Drottningu, sem setja á upp 2023, og Gosanum, sem setja á upp á næsta ári, auk kaupa á snjóframleiðslubúnaði og borun á vinnsluholu fyrir snjóframleiðslu. Tilboð vegna verksins lágu fyrir í október en stjórn SSH samþykkti á fundi sínum 2. nóvember síðastliðinn að hafna tilboðunum þremur sem bárust. Í samtali við Fjarðarfréttir segir Magnús að lækkun gengis íslensku krónunnar skýri stóran hluta þess að tilboðin sem bárust hafi verið yfir kostnaðaráætlun sem sé um 2,4 milljarðar auk kostnaðar við eftirlit og ófyrirséðan kostnað. Næstu skref séu að leita leiða til að ná kostnaði niður, meðal annars með því að ræða við tilboðsgjafa hvort hægt sé að lækka kostnaðinn eitthvað. Stefnt sé að reysa nýja lyftu í Suðurgili á næsta ári. Skíðasvæði Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lýsir fyrirhugaðri uppbyggingu í Skálafelli og Bláfjöllum sem algjörri byltingu Síðastliðinn mánudag samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. 8. janúar 2020 23:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum. Frá þessu er greint á vef Fjarðarfrétta þar sem Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum, segir að ástæða þess að öllum tilboðum hafi verið hafnað sé sú að lægsta tilboð hafi verið sautján prósent yfir kostnaðaráætlun. Alls bárust þrjú tilboð. Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012. Í kortunum eru þó talsverðar framkvæmdir, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr á árinu. Ráðist var í útboð á endurnýjun á stólalyftunum Drottningu, sem setja á upp 2023, og Gosanum, sem setja á upp á næsta ári, auk kaupa á snjóframleiðslubúnaði og borun á vinnsluholu fyrir snjóframleiðslu. Tilboð vegna verksins lágu fyrir í október en stjórn SSH samþykkti á fundi sínum 2. nóvember síðastliðinn að hafna tilboðunum þremur sem bárust. Í samtali við Fjarðarfréttir segir Magnús að lækkun gengis íslensku krónunnar skýri stóran hluta þess að tilboðin sem bárust hafi verið yfir kostnaðaráætlun sem sé um 2,4 milljarðar auk kostnaðar við eftirlit og ófyrirséðan kostnað. Næstu skref séu að leita leiða til að ná kostnaði niður, meðal annars með því að ræða við tilboðsgjafa hvort hægt sé að lækka kostnaðinn eitthvað. Stefnt sé að reysa nýja lyftu í Suðurgili á næsta ári.
Skíðasvæði Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lýsir fyrirhugaðri uppbyggingu í Skálafelli og Bláfjöllum sem algjörri byltingu Síðastliðinn mánudag samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. 8. janúar 2020 23:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Lýsir fyrirhugaðri uppbyggingu í Skálafelli og Bláfjöllum sem algjörri byltingu Síðastliðinn mánudag samþykkti skipulagsnefnd Kópavogs framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. 8. janúar 2020 23:50