Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 22:01 Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“ Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“
Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31
Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55
Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43